Aflífa alla eftirlifandi grindhvali á Langanesi

mbl.is/Líney

Þeir 11 til 15 hvalir sem enn eru á lífi af þeim 62 sem strönduðu á Langanesi í gær verða aflífaðir til að binda enda á þjáningar þeirra. Að sögn fréttaritara mbl.is á Þórshöfn náðist ekki að bjarga neinu dýri.

Í gærkvöldi stóð til að kalla út stóran hóp björgunarsveitarfólks til að reyna björgun á flóði í nótt en þau áform voru afturkölluð um miðnætti þar sem aðstæður voru einfaldlega of erfiðar í fjörunni á Langanesi.

Lögreglan á Þórshöfn er á vettvangi núna og fékk verklagsreglur frá MAST um það hvernig ætti að standa að aflífun með réttum hætti. Aflífun er nú lokið.

Þeir hvalir sem lifðu enn í morgun hafa nú verið …
Þeir hvalir sem lifðu enn í morgun hafa nú verið aflífaðir til að binda enda á þjáningar þeirra. Ljósmynd/Líney Sig.
Hvalirnir eru 62 talsins.
Hvalirnir eru 62 talsins. mbl.is/Líney Sigurðardóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka