Ánægð með Áslaugu Örnu og spennt fyrir þingvetrinum

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er spennt fyrir nýjum dómsmálaráðherra …
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er spennt fyrir nýjum dómsmálaráðherra og komandi þingvetri. mbl.is/​Hari

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra mun efla rík­is­stjórn­ina. Þetta seg­ir Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­inga­málaráðherra í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ist vera mjög spennt fyr­ir þing­vetr­in­um og þeim stóru mál­um sem hún er með á sínu borði.

„Mér líst mjög vel á hana. Áslaug er hörkudug­leg, það er gott að vinna með henni og hún mun efla rík­is­stjórn­ina,“ seg­ir Lilja spurð hvernig henni lít­ist á nýj­asta meðlim rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hún deil­ir ekki áhyggj­um með þeim sem telja að ald­ur Áslaug­ar muni hafa áhrif á störf henn­ar. „Við dæm­um fólk af verk­um þess. Ég vann með Áslaugu í þing­manna­nefnd NATO á sín­um tíma og það sam­starf gekk mjög vel.“

Þá er Lilja mjög spennt fyr­ir þing­vetr­in­um og þeim stóru mál­um sem hún kem­ur til með að leggja fram.

„Ég er rosa­lega spennt fyr­ir þing­vetr­in­um og er með stór mál eins og lána­sjóðinn, fjöl­miðlana og mennta­stefn­una. Þetta eru allt stór fram­fara­mál fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag og miða að því að auka sam­keppn­is­hæfni þjóðarbús­ins,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert