Ánægð með Áslaugu Örnu og spennt fyrir þingvetrinum

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er spennt fyrir nýjum dómsmálaráðherra …
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er spennt fyrir nýjum dómsmálaráðherra og komandi þingvetri. mbl.is/​Hari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun efla ríkisstjórnina. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra í samtali við mbl.is. Hún segist vera mjög spennt fyrir þingvetrinum og þeim stóru málum sem hún er með á sínu borði.

„Mér líst mjög vel á hana. Áslaug er hörkudugleg, það er gott að vinna með henni og hún mun efla ríkisstjórnina,“ segir Lilja spurð hvernig henni lítist á nýjasta meðlim ríkisstjórnarinnar.

Hún deilir ekki áhyggjum með þeim sem telja að aldur Áslaugar muni hafa áhrif á störf hennar. „Við dæmum fólk af verkum þess. Ég vann með Áslaugu í þingmannanefnd NATO á sínum tíma og það samstarf gekk mjög vel.“

Þá er Lilja mjög spennt fyrir þingvetrinum og þeim stóru málum sem hún kemur til með að leggja fram.

„Ég er rosalega spennt fyrir þingvetrinum og er með stór mál eins og lánasjóðinn, fjölmiðlana og menntastefnuna. Þetta eru allt stór framfaramál fyrir íslenskt samfélag og miða að því að auka samkeppnishæfni þjóðarbúsins,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka