Stórveldin bjóða Íslandi samninga

Ínúítaþorpið Kugluktuk, Nunavut, í Kanada. Bráðnun ógnar dýralífi þar og …
Ínúítaþorpið Kugluktuk, Nunavut, í Kanada. Bráðnun ógnar dýralífi þar og opnar möguleika á siglingum á norðurskautssvæðinu. AFP

Að undanförnu hafa fulltrúar stjórnvalda í Bandaríkjunum og Japan rætt við íslensk stjórnvöld um gerð fríverslunarsamnings. Fylgja þau í kjölfar Kína sem gerði fríverslunarsamning við Ísland í aprílmánuði 2013.

Þá hefur Kína lagt fram minnisblað, eða samningsdrög, til íslenskra stjórnvalda varðandi verkefnið Belti og braut.

Hvorki kínverska sendiráðið né utanríkisráðuneytið vildu afhenda samningsdrögin. Sagði sendiráðið gögnin vera trúnaðarmál að sinni.

Siglingaleiðir eru hluti af Belti og braut en með bráðnun íss gæti Ísland orðið í miðri slíkri leið. Það er þó óvissu háð, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert