Fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt

Jón Gunnarsson ætlar sér að vökva grasrótina. Hann var kosinn …
Jón Gunnarsson ætlar sér að vökva grasrótina. Hann var kosinn nýr ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi fyrr í dag. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Jón Gunn­ars­son, ný­kjör­inn rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir það um­hugs­un­ar­vert að öll þrjú í for­ystu flokks­ins séu bú­sett á höfuðborg­ar­svæðinu. Hann velt­ir því einnig upp hvort sjón­ar­miði um sveit­ar­stjórn­ar­mann inn­an for­ystu flokks­ins hafi verið hafnað með kjöri sínu.

Það er sjón­ar­mið sem á al­veg rétt á sér og það var kannski ekki síður tek­ist á um þessi sjón­ar­mið sam­hliða því að það var verið að velja á milli tveggja hæfra ein­stak­linga.“

„Þetta er auðvitað um­hugs­un­ar­efni en aðal­atriðið er að fólk velj­ist til áhrif­astarfa og embætt­is­starfa í flokkn­um okk­ar sem fólkið treyst­ir til að sinna því á landsvísu.“

Jón seg­ir jafn­framt að hann hafi og muni horfa til lands­byggðar­inn­ar í sín­um störf­um fyr­ir flokk­inn.

„Ég fann fyr­ir mikl­um stuðningi utan af landi og er þakk­lát­ur fyr­ir það svo ég tel að þetta eigi ekki að hafa nein áhrif.“

Jón var kjör­inn rit­ari á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins fyrr í dag. Hann er þingmaður flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi og hef­ur setið á þingi síðan 2007. Jón var sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra árið 2017.

Jón seg­ir verk­efni for­yst­unn­ar skýr. „Við þurf­um að efla fé­lags­starf okk­ar, það bygg­ist á traust­um og mjög góðum grunni. Það má segja að hvar sem þú kem­ur séu fé­lög sjálf­stæðismanna starf­andi og þau eiga jafn­vel sína fé­lagsaðstöðu í öll­um bæj­um og sveit­ar­fé­lög­um lands­ins.“

Jón ætl­ar að gera sitt til að sjá Sjálf­stæðis­flokk­inn blómstra. „Grasrót­ar­starf hef­ur verið ein­kenni okk­ar flokks og nú er ég kom­inn í þá stöðu að þurfa að taka á því með beinni hætti held­ur en oft áður og vökva þess­ar ræt­ur okk­ar til þess að flokks­starfið, og flokk­ur­inn þar með, muni blómstra.“

Tæki­færi í minna fylgi

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur dalað að und­an­förnu. Jón seg­ir að nauðsyn­legt sé að snúa þeirri þróun við. 

„Fylgið er ekki ásætt­an­legt eins og það er að mæl­ast í dag en í því fel­ast tæki­færi og við mun­um fyrst og fremst horfa á tæki­færi og reyna að rækta þau og kalla heim til okk­ar aft­ur þá sem hafa tíma­bundið, vona ég, fallið frá því að styðja flokk­inn. Ég hef fulla trú á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi mikið inni. Hann á er­indi við alla þjóðfé­lags­hópa, hvar sem er á land­inu og alla ald­urs­hópa, kon­ur og karla.“

Jón seg­ir að flokk­ur­inn mætti gera meira af því að vekja at­hygli á því sem vel hef­ur farið. 

„Frá því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sett­ist í rík­is­stjórn 2013 hef­ur upp­lýs­ing­um um þau góðu verk sem unn­ist hafa ekki verið komið nægi­lega vel á fram­færi. Þar tel ég að við get­um gert bet­ur. Ég finn fyr­ir því að fólk er farið að horfa til þessa ár­ang­urs. Það er auðvitað víða sem við þurf­um að gera enn bet­ur en það er helst þarna sem mér hef­ur fund­ist í skór­inn kreppa.“

Spurður um áherslu­breyt­ing­ar seg­ir Jón: „Ég held að við stönd­um ekki frammi fyr­ir ein­hverj­um bylt­ing­ar­kennd­um breyt­ing­um. Það er eng­in ástæða til þess.“

Sjón­ar­miði um sveit­ar­stjórn­ar­mann í for­ystu hafnað

Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir, for­maður bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar, bauð sig einnig fram en mjótt var á mun­um. Jón hlaut 52,1% at­kvæða meðan Áslaug fékk 45,2%. 1,5% voru auðir seðlar.

Spurður hvort hann taki niður­stöðunum sem ein­hverj­um sér­stök­um skila­boðum seg­ir hann svo ekki vera. 

„Að mínu mati tók­ust þarna á tveir fram­bæri­leg­ir ein­stak­ling­ar, með ólík­an bak­grunn. Ríkj­andi hef­ur verið sjón­ar­mið hjá sveit­ar­stjórn­ar­fólki að sveit­ar­stjórn­ar­maður þyrfti að vera hluti af for­ystu flokks­ins. Það er sjón­ar­mið sem á al­veg rétt á sér og það var kannski ekki síður tek­ist á um þessi sjón­ar­mið sam­hliða því að það var verið að velja á milli tveggja hæfra ein­stak­linga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert