Ásókn í smáíbúðir í Gufunesi

Nærri átta umsækjendur fyrir hverja íbúð í fyrirhuguðu smáíbúðahverfi í …
Nærri átta umsækjendur fyrir hverja íbúð í fyrirhuguðu smáíbúðahverfi í Gufunesi í Reykjavík. mbl.is

Rúmlega þúsund manns hafa skráð sig á lista til kaupa á 130 íbúðum í fyrirhuguðu smáíbúðahverfi í Gufunesi. Runólfur Ágústsson verkefnastjóri segir áhugann vitna um mikla eftirspurn eftir hagkvæmum íbúðum fyrir fyrstu kaupendur.

Íbúðirnar eru á bilinu 31 til 61 fermetri að stærð og kosta 17 til 33 milljónir kr. Fólk velur sér íbúð við skráningu. Að sögn Runólfs hafa 40% lysthafenda sýnt áhuga á þriggja herbergja íbúðum.

Næsta skref er að kalla eftir greiðslumati. Það verður gert í næsta mánuði. Áætlað er að hefja framkvæmdir í nóvember og þá verður íbúðum úthlutað og dregið á milli umsækjenda. Áformað er að afhenda fyrstu íbúðirnar eftir eitt ár, haustið 2020, segir Runólfur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert