Skoðanir Miðflokksmanna í grýttan jarðveg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason voru þeir þingmenn Miðflokksins …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason voru þeir þingmenn Miðflokksins sem tóku til máls í umræðunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ræður þing­manna Miðflokks­ins í sér­stakri umræðu um lofts­lags­mál og skuld­bind­ing­ar Íslands á alþjóðavett­vangi féllu í grýtt­an jarðveg hjá öðrum þing­mönn­um sem til máls tóku í umræðunni.

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var fram­sögumaður máls­ins og sat Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fyr­ir svör­um. Á ann­an tug þing­manna úr öll­um flokk­um tók þátt í umræðunni og voru flest­ir sam­mála um mik­il­vægi þess að taka um­hverf­is­mál föst­um tök­um og komu ein­hverj­ir með hug­mynd­ir um hvernig mætti best standa að þeim mál­um.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Bergþór Ólason voru þeir þing­menn Miðflokks­ins sem tóku til máls í umræðunni og sagði Sig­mund­ur Davíð það t.a.m. mik­il­vægt að umræðan væri til þess fall­in að skila ár­angri og að ekki væri æski­legt að viðhafa hræðslu­áróður. 

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, var fyrstur til að …
Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, var fyrst­ur til að vekja máls á ein­stefnu Miðflokks­ins í þess­um efn­um. mbl.is/​Hari

Þá væri nauðsyn­legt að nálg­ast viðfangs­efnið með til­liti til staðreynda og sam­heng­is. Þannig væri það besta sem Ísland hefði gert í um­hverf­is­mál­um að reisa ál­ver, því hefðu sams­kon­ar ál­ver verið reist í Kína hefðu þau losað tí­falt meira af gróður­húsaloft­teg­und­um.

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, var fyrst­ur til að vekja máls á ein­stefnu Miðflokks­ins í þess­um efn­um og sagði að það væri ekki annað að skilja á Sig­mundi Davíð en að það besta sem Íslend­ing­ar gætu gert væri að koma upp fleiri ál­ver­um. Þá gagn­rýndi hann þing­mann­inn fyr­ir 20. ald­ar hugs­un og þakkaði fyr­ir sam­hljóm annarra þing­manna.

Gæt­um ekki lifað í „sænskri hippa­komm­únu“

Bergþór Ólason var næst­ur í ræðustól á eft­ir Kol­beini og sagðist þakk­lát­ur fyr­ir að hafa ekki verið á und­an hon­um á mæl­enda­skrá. Sagði Bergþór mik­il­vægt að ráðast í aðgerðir sem skiluðu ár­angri, því ekki væri raun­hæft að Íslend­ing­ar færu að lifa í „sænskri hippa­komm­únu“ og sagði eng­in svör vera að fá um það hvaða ár­angri aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, svo sem kol­efn­is­gjald og end­ur­heimt vot­lend­is, skiluðu.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, breytti upp­haf­legri ræðu sinni í kjöl­far ræða þing­manna Miðflokks­ins og benti á að það væru vís­ind­in, staðreynd­ir og sam­hengi hlut­anna sem sýndu fram á lofts­lags­vána, en ekki „sænsk­ar hippa­komm­ún­ur“ og vísaði þannig í um­mæli Bergþórs. Sagði Helgi Hrafn það ódýrt, ein­falt og þægi­legt að stilla sér upp á móti öllu sem gæti verið óþægi­legt.

„Allt sem við gerum byggir á vísindum,“ segir Katrín.
„Allt sem við ger­um bygg­ir á vís­ind­um,“ seg­ir Katrín. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

For­sæt­is­ráðherra tók und­ir með Helga Hrafni í ann­arri ræðu sinni. „Allt sem við ger­um bygg­ist á vís­ind­um.“

„Það verða alltaf ein­hverj­ir sem munu reyna að standa í vegi fyr­ir breyt­ing­um. Breyt­ing­um sem munu skila okk­ur betra sam­fé­lagi, betri efna­hag og betra um­hverfi, en auðvitað verða alltaf þeir sem standa í vegi fyr­ir fram­förum á þeirri veg­ferð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert