Sundabraut verði tilbúin fyrir 2030

Hugmyndir um Sundabraut.
Hugmyndir um Sundabraut.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra seg­ir mögu­legt að ljúka smíði Sunda­braut­ar fyr­ir 2030. Lág­brú sé fýsi­leg­asti kost­ur­inn en mögu­lega verði hægt að áfanga­skipta verk­inu og hraða því.

Áætlað sé að lág­brú­ar­leiðin kosti 60 millj­arða og verk­efnið í heild allt að 70 millj­arða. Miðar hann þá við alla leiðina frá Klepps­vík að Kjal­ar­nesi.

Sig­urður Ingi seg­ir hug­mynd­ir um að bjóða allt verkið út frá hönn­un til fram­kvæmda. Nú sé miðað við allt að 8 metra háar brýr yfir vog­in­um, borið sam­an við 24 metra í fyrri til­lögu. Gert sé ráð fyr­ir að fjár­magna verk­efnið með veg­gjöld­um.

Sig­urður Ingi segi að þótt brú­ar­smíðin þrengi að skipa­fé­lög­un­um sé rétt að horfa ára­tugi fram í tím­ann. Sunda­höfn verði senni­lega ekki aðal­skipa­höfn­in eft­ir nokkra ára­tugi.

Ný sam­göngu­áætlun

Næsta fimmtu­dag verður kynnt sam­göngu­áætlun fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið til næstu 15 ára.

Að sögn Rósu Guðbjarts­dótt­ur, for­manns Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, SSH, fel­ur áætl­un­in í sér fram­kvæmd­ir við stofn­braut­ir, al­menn­ings­sam­göng­ur, borg­ar­lín­una, hjóla- og göngu­stíga og um­ferðar­stýr­ingu. Þær hefj­ist þegar á næsta ári og muni bæta flæði um­ferðar inn­an fárra ára.

Rætt hef­ur verið um að upp­bygg­ing­in geti kostað 120 millj­arða og borg­ar­lín­an þar af 50 millj­arða.

Áformin um Sunda­braut sæta tíðind­um en borg­in hef­ur sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins ekki gert ráð fyr­ir Sunda­braut. Sam­kvæmt áætl­un starfs­hóps kosta jarðgöng 74 millj­arða en lág­brú­in, eða lág­brýrn­ar, 60 millj­arða. Þannig hafa verið unn­in drög að tveim­ur lág­brúm sem tengj­ast land­fyll­ingu á miðri leið. Síðan taka við göng í gegn­um Gufu­nes­höfða. Lág­brú­in og áður­nefnd áætl­un kosta alls 180 millj­arða, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert