Katrín situr leiðtogafund um loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sæk­ir leiðtoga­fund um lofts­lags­mál á 74. alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna sem stend­ur yfir þessa dag­ana í New York.

Lofts­lags­fund­ur­inn er hald­inn að frum­kvæði aðal­fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna, Antóni­os Guter­res, þar sem hann kall­ar eft­ir af­ger­andi for­ystu leiðtoga heims á vett­vangi lofts­lags­breyt­inga og hvet­ur ríki til þess að grípa til rót­tækra aðgerða til að forðast verstu af­leiðing­ar lofts­lags­vár­inn­ar og draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. 

For­sæt­is­ráðherra mun einnig sækja leiðtoga­fund um heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík­ur leiðtoga­fund­ur er hald­inn frá því að heims­mark­miðin voru samþykkt árið 2015.

Leiðtoga­fund­ur­inn mun jafn­framt samþykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu þar sem áréttaðar eru þær skuld­bind­ing­ar sem ríki hafa samþykkt með heims­mark­miðunum um að eng­ir ein­stak­ling­ar eða hóp­ar verði skild­ir eft­ir, fá­tækt og hungri verði út­rýmt, komið verði á jafn­rétti kynj­anna, gæði mennt­un­ar verði auk­in og ríki virði skuld­bind­ing­ar sín­ar í lofts­lags­mál­um, o.fl.

Stjórn­ar pall­borðsum­ræðum um sjálf­bæra þróun

For­sæt­is­ráðherra mun á fund­in­um stjórna ein­um af sex pall­borðsum­ræðum leiðtoga, ásamt for­seta Kosta Ríka: Lea­ders Dia­logue 2 – „Accelerat­ing the achievement of the Sustaina­ble Develop­ment Goals: Critical entry po­ints“.

Í leiðtoga­vik­unni mun for­sæt­is­ráðherra einnig eiga tví­hliða fundi með þjóðarleiðtog­um og taka þátt í ýms­um hliðarviðburðum um jafn­rétt­is- og lofts­lags­mál í tengsl­um við alls­herj­arþingið á næstu dög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert