Esjuskaflinn er á hröðu undanhaldi

Aðeins ísskella er eftir af fönninni frægu í Gunnlaugsskarði.
Aðeins ísskella er eftir af fönninni frægu í Gunnlaugsskarði. Ljósmynd/Tómas Jóhannesson

Af snjó­skafli í Gunn­laugs­skarði í Esj­unni, sem þykir segja margt um veðrátt­una al­mennt, lif­ir nú aðeins klaka­skæni, um það bil fjög­urra fer­metra blett­ur sem hop­ar hratt.

Þetta er í um það bil 800 metra hæð í fjall­inu en vís­inda­menn frá Veður­stofu Íslands og fleiri gengu þarna upp um helg­ina og könnuðu aðstæður.

„Ég þori ekki að segja til um hvort klak­inn hverf­ur eða lif­ir sum­arið af. Þetta verður að minnsta kosti mjög tæpt, núna þegar haust­veðrin fara að skella á,“ seg­ir Hall­dór Björns­son, veður­fræðing­ur og einn leiðang­urs­manna, í sam­tali um snjó­skafl­in rómaða í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert