Katrín skipar staðgengil Lilju

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Hari

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipar ekki í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hún óskaði eftir því við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hún fæli öðrum að skipa í umrætt embætti sem var auglýst til umsóknar nýverið.

Ástæðan er sú að núver­andi skóla­meist­ari, Ágústa Elín Ing­þórs­dótt­ir, hefur höfðað mál á hendur íslenska rík­inu fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur vegna þeirrar ákvörð­unar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra að aug­lýsa emb­ættið laust til umsóknar frá og með 1. jan­úar 2020.  Ríkislögmaður fer með málsvörn ríkisins og mun ráðherra ekki tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu. Þetta kemur fram svörum ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Skipað er í embættið í fimm ár í senn. Samningur Ágústu rennur út um næstu áramót, 1. janúar 2020. 

Í frétt Rúv um málið er greint frá nöfnum allra fjögurra umsækjenda sem eru eftirfarandi: Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari, Steinunn Inga Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara, Steingrímur Benediktsson framhaldsskólakennari og Þorbjörg Ragnarsdóttir aðstoðarskólameistari.

Þess má geta að fyrir um fjórum árum, í október árið 2015, fundaði þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, með skólameistaranum Ágústu til að ræða um vandamál innan skólans.  

Þar kemur meðal annars fram að kenn­ar­ar við skól­ann væru óánægðir með starfs­hætti og stjórn­un Ágústu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert