Fjallaböð í Þjórsárdal í augsýn

Til stendur að hefja framkvæmdir við Fjallaböðin, nýjan baðstað og …
Til stendur að hefja framkvæmdir við Fjallaböðin, nýjan baðstað og 40 herbergja hótel, á næsta ári. Teikning/Basalt arkitektar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum í gær drög að samningi um landspildu við Reykholt í Þjórsárdal á milli sveitarfélagsins, Rauðukamba ehf. og forsætisráðuneytisins.

Til stendur að hefja framkvæmdir við Fjallaböðin, nýjan baðstað og 40 herbergja hótel, á næsta ári.

Oddviti sveitarstjórnar er tilbúinn að skrifa undir samninginn og segir einn eigenda Rauðukamba vonandi ekkert því til fyrirstöðu að forsætisráðuneytið skrifaði undir. 

„Það má eiginlega segja að með þessum samningi, sem verður undirritaður á næstu dögum, verði fjögurra ára undirbúningstíma þessara framkvæmda lokið. Við erum búin að fara yfir alla þröskulda sem hugsast getur og þetta er mjög stór áfangi,“ segir Magnús Orri Schram.

„Þá förum við að undirbúa framkvæmdir í haust, ljúkum hönnun í vetur og byrjum framkvæmdir á næsta ári.“

Skapar fleiri störf en virkjanir

Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að einungis eigi eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en samningur verður undirritaður. 

„Þetta er stærðarinnar batterí og mikið búið að vinna í þessu. Þetta skapar fullt af störfum, fleiri störf en virkjanirnar okkar, og eins og þeir leggja þetta upp þá á þetta að vera mjög umverfisvæn og meðvituð starfsemi,“ segir Björgvin Skafti í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert