Hatursfullar athugasemdir um Thunberg óásættanlegar

Thun­berg hef­ur verið nokkuð til umræðu í heimsmiðlunum síðustu daga …
Thun­berg hef­ur verið nokkuð til umræðu í heimsmiðlunum síðustu daga eftir að hún flutti inn­blásna ræðu um lofts­lags­mál á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna í New York á mánudag. AFP

Unicef á Íslandi seg­ir það ekki ásætt­an­legt að full­orðið fólk skrifi niðrandi og hat­urs­full­ar at­huga­semd­ir um Gretu Thun­berg, 16 ára lofts­lagsaðgerðasinna. Sam­tök­in biðja fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það skrif­ar at­huga­semd­ir á sam­fé­lags­miðla. 

„Því miður eru marg­ir full­orðnir að skrifa niðrandi og hat­urs­full­ar at­huga­semd­ir um Gretu sem mann­eskju. Það er EKKI ásætt­an­legt. Sem lofts­lagsaðgerðarsinni, sem barn og sem mann­eskja á Greta, ásamt öðrum, rétt á að láta rödd sína heyr­ast!“ seg­ir meðal ann­ars í face­book­færslu Unicef á Íslandi. 

Thun­berg hef­ur verið nokkuð til umræðu í Banda­ríkj­un­um síðustu daga. Á mánu­dag flutti hún inn­blásna ræðu um lofts­lags­mál á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna í New York þar sem hún lýsti með mikl­um tif­inn­inga­hita hvernig leiðtog­ar heims væru að svíkja henn­ar kyn­slóð með því að láta hjá líða að grípa til nægra aðgerða gegn lofts­lags­vánni. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að hæðast að Thun­berg í tísti og þá vakti mikla at­hygli þegar álits­gjafi í þætt­in­um The Story with Martha MacCall­um sagði Thun­berg „and­lega veikt sænskt barn“ sem væri verið að mis­nota í póli­tísk­um til­gangi.

Fox News brást við skömmu eft­ir að þátt­ur­inn fór í loftið með því að segja um­mæl­in al­gjör­lega óá­sætt­an­leg. „Við biðjum Gretu Thun­berg og áhorf­end­ur okk­ar af­sök­un­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá stöðinni.

Unicef vek­ur at­hygli á því í kjöl­far þess­ar­ar miklu fjöl­miðlaum­ræðu um Thun­berg að hún eigi að njóta rétt­ar síns sem barn og sem mann­eskja til að láta rödd sína heyr­ast í lofts­lagsum­ræðunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert