Staðfestir að frásögn Þráins sé rétt

Höfuðstöðvar Eflingar.
Höfuðstöðvar Eflingar. Ljósmynd/Efling

„Ég get staðfest í einu og öllu að allt sem sagt er um brottrekst­ur minn frá Efl­ingu í grein Þrá­ins Hall­gríms­son­ar í Morg­un­blaðinu 25. sept­em­ber sl. er satt og rétt með farið.“

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Önnu Lísu Terrazas, fyrr­ver­andi þjón­ustu­full­trúa hjá stétt­ar­fé­lag­inu Efl­ingu, vegna umræðu um grein Þrá­ins Hall­gríms­son­ar, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóra fé­lags­ins, í Morg­un­blaðinu þar sem hann gagn­rýndi nú­ver­andi for­ystu þess harðlega fyr­ir fram­göngu henn­ar gagn­vart ýms­um starfs­mönn­um þess. Fólk sem ekki hafi verið for­yst­unni að skapi hafi verið hrakið úr störf­um með ein­um eða öðrum hætti.

Þrá­inn greindi meðal ann­ars frá því að í síðasta brottrekstr­in­um hefði starfs­manni verið sagt upp fyr­ir­vara­laust á þeim for­send­um að um skipu­lags­breyt­ing­ar væri að ræða. Lögmaður Alþýðusam­bands Íslands hefði verið á staðnum og hefði reynt að sann­færa starfs­mann­inn um að fram­ganga Viðars Þor­steins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Efl­ing­ar, væri í lagi þegar hann hefði neitað að staðfesta mót­töku upp­sagn­ar­bréfs.

„Eng­inn varði hags­muni starfs­manns­ins á fund­in­um. Eng­inn var henni til aðstoðar. Lauk þessu þannig að starfs­mann­in­um var fylgt úr húsi fyr­ir fram­an aðra starfs­menn og tek­inn af henni lyk­ill og bíla­kort. Starfs­mann­in­um var síðan meinað að mæta á fyrr­ver­andi vinnustað sinn á skrif­stofu­tíma til að sækja per­sónu­lega muni sína,“ seg­ir í grein Þrá­ins. Viðar hef­ur gagn­rýnt þessi skrif Þrá­ins og sagt hann ekk­ert vita um þessi mál.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu Önnu Lísu að frá­sögn­in í grein Þrá­ins sé henn­ar. „Um er að ræða mína eig­in frá­sögn af mál­inu. Það var eng­inn sem varði hags­muni mína á fund­in­um. Mér var sagt upp fyr­ir­vara­laust og lögmaður ASÍ tók þátt í því að reyna að sann­færa mig um að þessi aðferð við brottrekst­ur minn væri í lagi. Skipu­lags­breyt­ing­ar eru ekki ástæða upp­sagn­ar­inn­ar enda þarf að vinna öll mín verk­efni á skrif­stofu eft­ir að ég hef verið rek­in.“

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði Önnu Lísu upp störfum á …
Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, sagði Önnu Lísu upp störf­um á þeim for­send­um að um skipu­lags­breyt­ing­ar væri að ræða. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka