„Ákveðin vonbrigði“

00:00
00:00

„Ég myndi segja að þetta væru ákveðin von­brigði,“ sagði Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, formaður Stúd­entaráðs HÍ, eft­ir að rík­is­stjórn­in afþakkaði að skrifa und­ir til­lög­ur um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Þó hafi það verið fram­för að ákveðið hefði verið að hafa sam­ráð við ungt fólk við vinnu í aðgerðaráætl­un.

Lofts­lags­verk­fall ungs fólks hélt áfram á Aust­ur­velli í dag þar sem fjöldi fólks koma sam­an til að skora á stjórn­völd að grípa til aðgerða í lofts­lags­mál­um en rík­is­stjórn­in fékk á þriðju­dag til­lög­ur um aðgerðir.

Þær voru tvíþætt­ar: ann­ars veg­ar að lýst yrði yfir neyðarástandi vegna ham­fara­hlýn­un­ar og hins­veg­ar að því hlut­falli af lands­fram­leiðslu sem IPCC (Milli­ríkja­nefnd Sam­einuðu þjóðanna) legg­ur til að all­ar þjóðir leggi til mála­flokks­ins vegna hlýn­un­ar jarðar yrði mætt, en það eru 3,5%.

Í mynd­skeiðinu er rætt við Jónu Þóreyju og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að fund­in­um lokn­um.

Sjá má kröfu­gerðina í viðhengi með frétt­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert