Verkfall blaðamanna „það eina í stöðunni“

Blaðamannafélagið sleit viðræðum í dag.
Blaðamannafélagið sleit viðræðum í dag.

„Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélagsins voru á fundi núna hvor á eftir annarri í dag og það var samdóma niðurstaða að slíta viðræðum í ljósi tilboðs sem við fengum í gær sem var algjörlega óviðunandi og úti á túni,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann telur ekkert annað í stöðunni en að grípa til verkfalla.

Kjarasamningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar en þeim var vísað til Ríkissáttasemjara í lok maí. 

„Það er eins og ekkert hafi gerst í þá níu mánuði frá því að gildi síðasta samnings lauk. Við erum búin að eiga í ítarlegum viðræðum í 5-6 mánuði. Í tilboðinu sem við fengum í gær er ekkert af þeim áhersluatriðum sem við höfum farið yfir.“

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Gáttaður á viðmótinu

Hjálmar segir að mörg áhersluatriðanna hefðu ekki kostað nein útgjöld. „Þannig að þetta er ekki einu sinni viðræðugrundvöllur og ekkert annað að gera en að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Næsta skref er að fara í baklandið og kynna blaðamönnum hvað sé í boði og hvernig viðmót blaðamenn eru að fá frá sínum viðsemjendum og sínum atvinnurekendum. Við hljótum að grípa til aðgerða því það er það eina í stöðunni.“

Hjálmar segist mjög hissa á því viðmóti sem blaðamenn hafi fengið. „Ég er algjörlega gáttaður. Ég er búinn að vera í 30 ár í samninganefnd Blaðamannafélagsins, þar áður skrifaði ég í tíu ár um kjarasamninga. Ég hef sjaldan upplifað aðra eins framkomu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert