Andstæð álögum sem „éti upp“ lífskjarasamninginn

„Það þarf að ræða hvort hægt sé að taka hluta …
„Það þarf að ræða hvort hægt sé að taka hluta af landinu undir byggingu óhagnaðardrifinna félaga svo þetta verði raunverulegur ríkisstuðningur við að leysa úr húsnæðiseklunni,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/​Hari

Sam­göngusátt­mála rík­is og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu ætti að fjár­magna með breyt­ing­um á skatt­kerf­inu, ekki með veg­gjöld­um og sölu á Keldna­landi. Þetta seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ. Veg­gjöld gætu orðið til þess að éta upp það sem hef­ur unn­ist með ný­gerðum lífs­kjara­samn­ingi.

Áætlað er að 60 millj­arðar af 120 millj­örðum sem á að verja til fram­kvæmd­ar sátt­mál­ans komi úr svo kallaðri sér­stakri fjár­mögn­un. Hún mun sam­an­standa af um­ferðar- og flýtigjöld­um ásamt sölu á rík­is­eign­um, svo sem Keldna­landi.

Keldna­landi var ný­lega lofað í annað verk­efni, hið erfiða verk­efni að leysa hús­næðis­vand­ann á höfuðborg­ar­svæðinu, og var það hluti af lífs­kjara­samn­ingn­um. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður stétt­ar­fé­lags­ins VR, benti á í viðtali sem birt­ist í dag að með því að lofa land­inu fyrst í lífs­kjara­samn­ingn­um og nú í sam­göngusátt­mál­an­um væri verið að selja það tvisvar.

Landið hafi ann­an til­gang

„Ég er svo sem ekk­ert óánægð með að Keldna­land sé selt en það verður að hafa í huga að aðal­mark­miðið með því að setja Keldna­land inn í svo­kallaðan lífs­kjara­samn­ing var að vinna úr hús­næðis­vand­an­um, ekki það að fjár­magna sam­göngu­áætlun,“ seg­ir Drífa Snæ­dal í sam­tali við mbl.is.

„Það þarf að hafa það í huga að all­ar ákv­arðanir sem eru tekn­ar varðandi þetta séu sam­kvæmt mark­miðum lífs­kjara­samn­ing­anna að jafna kjör­in og verði ekki til þess að sprengja upp íbúðaverð, hækka íbúðaverð eða neitt slíkt. Mark­mið lífs­kjara­samn­ing­anna eiga að vera höfð í huga við þess­ar ákv­arðanir sem og all­ar aðrar.“

Spurð hvort annað landsvæði í rík­is­eign gæti komið í stað Keldna­lands seg­ir Drífa:

„Það þarf að ræða hvort hægt sé að taka hluta af land­inu und­ir bygg­ingu óhagnaðardrif­inna fé­laga svo þetta verði raun­veru­leg­ur rík­is­stuðning­ur við að leysa úr hús­næðiseklunni og sæmi­legt hús­næðis­verð í Reykja­vík. Það er stóra mark­miðið og það sem við stefn­um að og við erum í raun í miðju ferli núna þannig að það má ekki rugla í því.“

Tel­ur aðra tekju­mögu­leika væn­legri

Ragn­ar Þór sagði í áður­nefndu viðtali að veg­gjöld væru í and­stöðu við lífs­kjara­samn­ing­ana. Við því seg­ir Drífa:

„Við höf­um nátt­úr­lega bent á aðra tekju­öfl­un­ar­mögu­leika. Höf­um gert það al­gjör­lega sam­kvæmt okk­ur í heilt ár, það er að segja að breyta skatt­kerf­inu þannig að þeir sem eru af­lögu­fær­ir greiði meira. Við mun­um ekki sætta okk­ur við að það verði lagðar álög­ur á fólk sem éta upp þá samn­inga sem við vor­um að gera.“

Drífa seg­ir að inn­an ASÍ eigi eft­ir að ræða hvort fé­lagið muni beita sér gegn veg­gjöld­um ef til þeirra kem­ur.  „En það er auðvitað hægt að ímynda sér alls kon­ar út­færsl­ur sem verði til hags­bóta fyr­ir vinn­andi fólk en éti ekki þann ávinn­ing sem við náðum til dæm­is með skatta­lækk­un­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka