Akstursgjaldi breytt í fyrsta skipti í 4 ár

Akstursgjaldið hefur verið óbreytt í tæplega fjögur ár.
Akstursgjaldið hefur verið óbreytt í tæplega fjögur ár. mbl.is/​Hari

Akstursgjald ríkisstarfsmanna hefur verið lækkað um 1 krónu á hvern keyrðan kílómetra samkvæmt nýrri auglýsingu ferðakostnaðarnefndar, en hún var birt á vef stjórnarráðsins í dag. Þetta er fyrsta breyting sem gerð er á akstursgjaldinu frá því í nóvember 2015, eða í tæplega fjögur ár.

Eftir breytinguna eru greiddar 111 krónur/km fyrir fyrstu 10.000 kílómetrana. Frá 10.000 upp í 20.000 kílómetra eru greiddar 100 krónur á kílómetra og eftir það 89 krónur á hvern kílómetra.

Fyrir breytinguna var gjaldið 110 krónur fyrir fyrstu 10.000 kílómetrana, 99 krónur fyrir næstu 10.000 og 88 krónur á hvern kílómetra umfram 20.000.

Til viðbótar er greitt 15% álag þegar um sérstakt gjald er að ræða og við útreikninga á torfærugjaldi skal bæta við 45% álagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert