„Persónuleg átök og slúður“ í Landsbankanum en ekki einelti

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þór

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði fyr­ir helgi Lands­bank­ann af kröfu fyrr­ver­andi starfs­manns hjá verðbréfaþjón­ustu bank­ans sem krafðist bóta vegna þess að bank­inn brást, að henn­ar sögn, ekki við áreitni og einelti sem hún varð fyr­ir af hálfu yf­ir­manns síns.

Krafa starfs­manns­ins vegna van­rækslu bank­ans á að taka ábend­ing­ar um einelti og áreitni yf­ir­manns starfs­manns­ins til greina nam 22 millj­ón­um króna. Sál­fræðistof­an Líf og sál var feng­in til að aðstoða eft­ir að málið kom upp inn­an bank­ans og eft­ir skoðun lagði sál­fræðistof­an það meðal ann­ars til að stjórn­end­ur bank­ans tækju til skoðunar hvort ástæða væri til að setja regl­ur um áfeng­isneyslu starfs­fólks í tengsl­um við verk­efni þeirra.

Ekki einelti að mati Héraðsdóms Reykja­vík­ur

Starfsmaður­inn hafði á ár­inu 2006 verið ráðin til starfa hjá for­vera bank­ans og starfaði þar í verðbréfa- og líf­eyr­isþjón­ustu bank­ans. Sam­komu­lag milli henn­ar og bank­ans var und­ir­ritað í des­em­ber 2016 en starfs­lok­in áttu sér tölu­verðan aðdrag­anda. Nokkru síðar fór starfsmaður­inn fram á skaðabæt­ur og miska­bæt­ur vegna at­vika sem urðu á starfs­tíma henn­ar hjá bank­an­um og hún taldi fela í sér einelti og of­beldi gagn­vart sér sem bank­inn bæri ábyrgð á.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst ekki á að um einelti eða of­beldi hefði verið að ræða eða að bank­inn hefði sem vinnu­veit­andi bakað sér bóta­ábyrgð gagn­vart starfs­mann­in­um. Var bank­inn því sýknaður af bóta­kröfu henn­ar en máls­kostnaður felld­ur niður.

Yf­ir­maður­inn deildi per­sónu­leg­um vanda­mál­um sín­um

Í stefnu og fyr­ir dómi kom fram að yf­ir­maður henn­ar hjá bank­an­um hefði frá ár­inu 2015 farið að deila með henni per­sónu­leg­um vanda­mál­um sín­um og að það hefði sett hana „í erfiða aðstöðu og haft sí­fellt meiri áhrif á vinnu­um­hverfi [henn­ar], fag­lega og per­sónu­lega“. Hún hafi vorið 2016 kvartað yfir fram­komu yf­ir­manns­ins við mannauðsdeild bank­ans og hald­inn hafi verið sátta­fund­ur.

Hún seg­ir að á síðari hluta árs hafi hegðun yf­ir­manns­ins þó ágerst enn frek­ar og að hann hafi kallað hana inn á fundi á vinnu­tíma til að ræða mjög per­sónu­leg mál­efni. 

Fund­ir í „yf­ir­heyrslu­stíl“

„Sam­skipt­in hafi farið fram í hálf­gerðum yf­ir­heyrslu­stíl þar sem mörk hins per­sónu­lega og fag­lega hafi verið full­kom­lega virt að vett­ugi af hálfu yf­ir­manns­ins.“

Fljót­lega hafi þó sam­starfsmaður henn­ar sent mannauðsdeild ábend­ingu um hegðun yf­ir­manns­ins og í kjöl­farið hafi ákveðið ferli farið af stað. Sál­fræðistof­an Líf og sál var feng­in til að fara ofan í saum­ana á mál­inu og að í því hefði fal­ist að heyra hlið beggja aðila. Meðan rann­sókn máls­ins stóð yfir var báðum aðilum boðið tveggja vikna launað leyfi og þegar starfsmaður­inn kom til baka var henni boðin vinnuaðstaða fjær yf­ir­mann­in­um sem hún þáði.

Vin­kvenna­sam­band milli starfs­manns­ins, yf­ir­manns henn­ar og yf­ir­manns þeirra beggja

Í des­em­ber 2016 barst skýrsla sál­fræðistof­unn­ar sem var unn­in af þrem­ur sál­fræðing­um. Niður­stöður þeirra voru að ekki hefði verið um einelti að ræða en að yf­ir­maður­inn hefði brugðist í hlut­verki sínu sem stjórn­andi og það hafi dregið dilk á eft­ir sér.

Í niður­stöðukafla kom meðal ann­ars fram að vin­kvenna­sam­band hefði verið milli starfs­manns­ins, yf­ir­manns henn­ar sem og yf­ir­manns þeirra beggja. Það hefði skapað hlut­verkarugl­ing í sam­skipt­um þeirra og hefði hegðun starfs­manns­ins og yf­ir­manns henn­ar farið út bönd­un­um. Þá hefði yf­ir­maður­inn gert mis­tök í sam­skipt­um sín­um við starfs­mann­inn, meðal ann­ars með því að setja hana inn í sín per­sónu­lega mál, ásakað hana um erfiðleika í eig­in hjóna­bandi og hugs­an­lega baktalað hana við aðra starfs­menn.

Lagt til að setja regl­ur um áfeng­isneyslu starfs­fólks

Þar seg­ir að „and­rúms­loftið í hópn­um hafi verið mjög erfitt, mik­il spenna, per­sónu­leg átök og slúður, en eng­inn viðmæl­enda hefði tekið und­ir eineltisk­vört­un“ starfs­manns­ins með af­ger­andi hætti. Ljóst sé þó að þótt at­b­urðarás­in hafi ekki flokk­ast und­ir einelti á vinnustað hafi komið upp flokka­drætt­ir og tog­streita sem geti orðið jarðveg­ur fyr­ir einelti.

Til­lög­um var beint til bank­ans að veita aðilum upp­lýs­ing­ar um niður­stöður skýrsl­unn­ar og veita starfs­hópn­um fræðslu um sam­skipti á vinnustað, einelti á vinnustað og aðgrein­ingu starfs­hlut­verks og per­sónu­legs hlut­verks, og lagt var til að stjórn­end­ur tækju til skoðunar hvort ástæða væri til að setja regl­ur um áfeng­isneyslu starfs­fólks í tengsl­um við starfstengd verk­efni.

Var mjög brugðið við að heyra niður­stöður skýrsl­unn­ar

Niðurstaða skýrsl­unn­ar var kynnt starfs­mann­in­um seint í des­em­ber 2016 á fundi með þrem­ur for­stöðumönn­um deilda hjá bank­an­um og henni gerð grein fyr­ir að fund­ur­inn væri til að kynna niður­stöðu skýrsl­unn­ar en væri ekki umræðufund­ur um hana og var niður­stöðukafl­inn les­inn upp.

Starfs­mann­in­um brá mjög við lest­ur niður­stöðukafl­ans og var henni á end­an­um fylgt grát­andi út um bak­dyr bank­ans af yf­ir­manni og sneri hún ekki aft­ur til vinnu. Nokkr­um dög­um síðar var starfs­loka­sam­komu­lag und­ir­ritað. Það sam­komu­lag var upp­fyllt af báðum aðilum.

Yf­ir­menn­irn­ir báðir áminnt­ir

Í janú­ar 2017 voru báðir áður­nefnd­ir yf­ir­menn áminnt­ir og í júlí var þeim yf­ir­manni, sem sakaður var um einelti og áreitni, vikið end­an­lega úr starfi vegna „óviðeig­andi fram­komu“. Hún höfðaði mál gegn bank­an­um og krafðist bóta vegna upp­sagn­ar­inn­ar. Héraðsdóm­ur sýknaði bank­ann og hef­ur dóm­in­um verið áfrýjað til Lands­rétt­ar.

Eft­ir að yf­ir­mann­in­um var sagt upp störf­um leitaði starfsmaður­inn til lög­manns á haust­mánuðum 2017 sem krafðist end­urupp­töku á starfs­loka­sam­komu­lagi fyr­ir hönd henn­ar. Þeirri mála­leit­an var hafnað af bank­an­um og þar að auki hef­ur bank­inn ekki viljað af­henda skýrslu sál­fræðistof­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert