Vilja samferðabrautir í Reykjavík

Á Miklabraut að morgni.
Á Miklabraut að morgni. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu á fundi borgarstjórnar í dag leggja fram tillögu um samflot og samferðabrautir í Reykjavík.

Í tillögunni segir að nýta skuli forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að markmiðið með tillögunni sé að minnka umferðarteppur á höfuðborgarsvæðinu.

Gert er ráð fyrir því að umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verði falin útfærsla á framkvæmdinni í samráði við Vegagerðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert