Harma að ekkert umhverfismat hafi farið fram

Ekkert umhverfismat fór fram vegna framkvæmda við Þingvallaveg.
Ekkert umhverfismat fór fram vegna framkvæmda við Þingvallaveg. mbl.is/Hallur Már

Það er álit Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna og Alþjóðaráðs menningarminjastaða (ICOMOS) að framkvæmdir við Þingvallaveg (veg 36) geti haft miklar neikvæðar afleiðingar fyrir náttúru svæðisins. 

Þá er harmað að umhverfismat hafi ekki farið fram vegna framkvæmdanna og röksemdafærslur fyrir því að slíkt hafi ekki verið gert sagðar marklitlar, en skemmst er að minnast þess að Landvernd kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en hafði ekki erindi sem erfiði.

Þetta kemur fram í bréfi Mechtild Rössler, yfirmanni heimsminjanefndar UNESCO, til Kristjáns Andra Stefánssonar, sendiherra Íslands í Frakklandi, þar sem hann er jafnframt beðinn að koma niðurstöðu samtakanna til viðeigandi stjórnvalda á Íslandi og halda nefndinni upplýstri um meðferð málsins.

Bréf þetta var lagt fram á fundi Þingvallanefndar 25. september síðastliðinn ásamt bréfi Rössler vegna köfunar í Silfru.

Samkvæmt fundargerð Þingvallanefndar var þjóðgarðsverði falið að vinna drög að svörum til heimsminjaskrifstofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka