Rafrettuvökvinn Nasty Ballin innkallaður

Ástæða innköllunar er sú að það er ekki barnalæsing á …
Ástæða innköllunar er sú að það er ekki barnalæsing á loki á vökvans. Þar af leiðandi eiga börn auðvelt með að opna vökvann, sem er í litríkum flöskum. Ljósmynd/Neytendastofa

Neyt­enda­stofu hef­ur borist til­kynn­ing um inn­köll­un rafrettu­vökva sem seld­ur var í versl­un Póló á Bú­staðavegi. Vökvinn heit­ir Na­sty Ball­in og er frá fram­leiðand­an­um Na­sty Juice. Barna­læs­ingu vant­ar á lok vökv­ans og því var var­an inn­kölluð. 

Póló hvet­ur viðskipta­vini sem hafa keypt Na­sty Ball­in til að hætta notk­un á hon­um og skila hon­um, gegn kvitt­un, í versl­un­ina og fá nýj­an vökva eða fá hann end­ur­greidd­an.

Neyt­enda­stofa vill árétta að rafrettu­vökv­ar verða að vera með loki með barna­læs­ingu og umbúðirn­ar mega ekki hafa texta eða mynd­ir sem höfða til barna eða ung­menna.

Þá má ekki held­ur selja eða af­henda börn­um rafrett­ur eða áfyll­ing­ar. Ef það er vafi á um ald­ur kaup­anda rafrettna eða áfyll­inga á að biðja hann um skil­ríki sem sýna fram á að hann sé 18 ára. Þeir ein­ir sem orðnir eru 18 ára mega selja rafrett­ur og áfyll­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert