Öll miðlunarlón á hálendinu full

Hálslón fylltist í byrjun ágúst.
Hálslón fylltist í byrjun ágúst. mbl.is/RAX

Í upp­hafi nýs vatns­árs Lands­virkj­un­ar eru öll miðlun­ar­lón á há­lend­inu full. Lands­virkj­un er því í góðri stöðu til að tryggja orku­af­hend­ingu til viðskipta­vina sinna á kom­andi vatns­ári, en ef inn­rennsli verður und­ir meðallagi í haust get­ur það haft áhrif á fram­boð orku frá fyr­ir­tæk­inu, seg­ir í frétt á heimasíðu Lands­virkj­un­ar.

Það skipt­ir miklu fyr­ir fyr­ir­tækið að vatns­bú­skap­ur sé góður. Skemmst er að minn­ast árs­ins 2014, þegar vatns­bú­skap­ur var með verra móti og skammta þurfti orku. Tekjutap Lands­virkj­un­ar vegna skerðinga á raf­orku hljóp á hundruðum millj­óna króna.

Nýtt vatns­ár hefst hjá Lands­virkj­un 1. októ­ber ár hvert, en um það leyti eru miðlan­ir yf­ir­leitt í hæstu stöðu eft­ir vor­leys­ing­ar, jökla­bráð sum­ars­ins og upp­haf haustrign­inga. Þegar haustrign­ing­um lýk­ur og vet­ur geng­ur í garð er byrjað að nýta miðlun­ar­forðann. Vatn frá miðlun­um stend­ur und­ir um helm­ingi af orku­vinnslu Lands­virkj­un­ar yfir vet­ur­inn og fram á vor.

Inn­rennsli á nýliðnu vatns­ári var kafla­skipt og í heild rétt í meðallagi, seg­ir enn frem­ur í frétt­inni. Haustið 2018 var kalt og niður­drátt­ur hófst óvenju snemma. Við tók síðan mild­ur vet­ur, með hlý­inda­köfl­um. Staða lóna fyr­ir vorflóð var því góð. Vorflóðin komu í apríl, fyrr en venja er. Fyll­ing lóna í sum­ar gekk síðan ágæt­lega fram­an af og fyllt­ust Þóris­vatn og Hálslón í byrj­un ág­úst, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert