Jörð skalf við Hamarinn

Græna stjarnan sýnir hvar skjálftinn mældist.
Græna stjarnan sýnir hvar skjálftinn mældist. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærð 3,1 varð um 15 km austur af Hamrinum í vestanverðum Vatnajökli kl. 17:44 í dag. Engir eftirskjálftar hafa mælst, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Tæplega 220 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni 30. september til 6. október, færri en í vikunni á undan þegar um 260 skjálftar voru staðsettir.

Stærstu skjálftar vikunnar voru í Bárðarbunguöskjunni, 3,8 að stærð 4. október kl. 16:31 og 3,1 að stærð kvöldið áður kl. 20:33. Þeim fylgdu örfáir eftirskjálftar.

Aðfaranótt 30. september kl. 02:48 mældist skjálfti um þrjá km VSV af Geitlandsjökli og var hann 2,3 að stærð, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert