Gagnrýnir bréfaskrif Lífs án ofbeldis

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég ætla að gera hér að umtalsefni bréf sem ég fékk, og reikna með að aðrir þingmenn hafi fengið líka, frá félagsskap sem heitir Líf án ofbeldis,“ sagði sjálfstæðismaðurinn Brynjar Níelsson á þingi. Hann sagði bréf af þessu tagi aðför að réttarríkinu.

Miðað við innihald bréfsins er félagsskapurinn samansettur af mæðrum eingöngu sem gera þær kröfur að þingmenn bregðist við því sem þeir sem fara með úrskurðarvald í forsjár- og umgengnismálum, þ.e. sýslumenn og dómstólar, gera. Félagsskapurinn vill að við skiptum okkur af því og breytum einhvern veginn umhverfinu vegna þess að niðurstaðan hentar ekki,“ sagði Brynjar.

Talsmaður Lífs án ofbeldi sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hreyfingin hefði verið stofnuð vegna síendurtekinna úrskurða í umgengismálum þar sem börn væru skikkuð í umgengni við gerendur; barnaníðinga og ofbeldismenn.

Brynjar varaði þingmenn við að bregðast við tilmælum eins og þessu bréfi og sagði slík skrif aðför að réttarríkinu. Hann sagði um að ræða aðför að þeim aðilum sem beri að úrskurða um ágreining og krafa sé sett á að annar aðilinn hafi sjálfdæmi um hvernig niðurstaða í málum verði.

Ég mun ekki taka þátt í slíku og ég vona að öðrum þingmönnum detti það ekki í hug. Fólk er hér í þeirri baráttu að það gerir kröfu um að við víkjum til hliðar reglum réttarríkisins sem við erum búin að strögla við að koma á árum, áratugum og jafnvel öldum saman. Ég bið þingmenn að íhuga þetta,“ sagði Brynjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert