Geta neitað að greiða vexti

Stórar fjárhæðir skipta um hendur þegar á heildina er litið.
Stórar fjárhæðir skipta um hendur þegar á heildina er litið. mbl.is/Golli

Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram á Alþingi er smálánafyrirtækjum ekki heimilt að bera fyrir sig erlend lög við innheimtu á lánskostnaði umfram löglegt hámark hér á landi.

Brjóti lánveitandi gegn ákvæðum laga um hámarkskostnað er neytanda ekki skylt að greiða lántökukostnað og vexti.

Ákvæði laganna eru ófrávíkjanleg og hafa neytendur ekki heimild til að afsala sér rétti sem þeir hafa samkvæmt þeim, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Frumvarpið var unnið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og byggist að hluta á vinnu starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka