Alþjóðavæðingin á krossgötum

Bílahlutir settir saman í verksmiðju í Changchun í Kína.
Bílahlutir settir saman í verksmiðju í Changchun í Kína. AFP

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir Íslend­inga þurfa að end­ur­meta ut­an­rík­is­stefn­una. Út frá smáríkja­fræðum sé mik­il­vægt að Ísland hafi trygg­an skjólsveit­anda.

Vís­ar hann til stjórn­mála­legs og efna­hags­legs skjóls. Til­efnið er m.a. þrýst­ing­ur banda­rískra stjórn­valda á að Íslend­ing­ar taki ekki þátt í Belti og braut, innviða- og fjár­fest­inga­verk­efni kín­verskra stjórn­valda, og noti ekki búnað frá kín­verska fé­lag­inu Huawei í 5G-kerfið.

Íslend­ing­ar þiggi hins veg­ar flestallt sam­starf sem sé í boði við Kína. Tel­ur Bald­ur ríkt til­efni til að skil­greina hvar hags­mun­ir Íslands liggja í breyttu alþjóðaum­hverfi. Að öðrum kosti geti ein­stök ríki farið að setja Íslandi stól­inn fyr­ir dyrn­ar og það bitnað á hags­mun­um lands­ins.

Lít­ill tími til stefnu

Marc Lanteig­ne, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Trom­sö, fjallaði um tolla­stríð Kína og Banda­ríkj­anna í fyr­ir­lestri við Há­skóla Íslands. Stríðið geti haft víðtæk­ar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar. Íslend­ing­ar hafi ekki mik­inn tíma til stefnu til að velja hvoru stór­veld­inu þeir fylgi að mál­um í efna­hags­legu til­liti. Hann tók dæmi af Nýja-Sjálandi sem færi orðið var­lega í gagn­rýni á Kína vegna viðskipta­hags­muna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Tóm­as Tóm­as­son fjár­mála­maður skrif­ar um tolla­stríðið í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag. Þar seg­ir, að „jafn­vel þótt samn­ing­ar ná­ist að fullu gætu alþjóðaviðskipti minnkað“. 6, 14 og 15

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert