Hringbraut og Fréttablaðið í eina sæng

Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.
Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Magnús­son og fleiri aðilar hafa keypt helm­ingseign­ar­hlut 365 miðla í Torgi ehf. Ingi­björg Pálma­dótt­ir fjár­fest­ir hef­ur þar með selt all­an hlut sinn í Frétta­blaðinu. 

Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðsins. 

Helgi Magnússon.
Helgi Magnús­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Þar seg­ir enn frem­ur að fyr­ir­hugað er að sam­eina rekst­ur Torgs og sjón­varps­stöðvar­inn­ar Hring­braut­ar, þegar Sam­keppnis­eft­ir­litið og fjöl­miðlanefnd hafa fjallað um samrun­ann, sem er háður samþykki þess­ara stofn­ana. 

Helgi keypti fyrr á ár­inu helm­ings­hlut í Torgi. 

Ólöf Skafta­dótt­ir rit­stjóri Frétta­blaðsins hef­ur látið af störf­um, en í frétt á vef Frétta­blaðsins kem­ur fram að hún sagði starfi sínu lausu í lok ág­úst. Jón Þóris­son lög­fræðing­ur hef­ur verið ráðinn rit­stjóri og ábyrgðarmaður Frétta­blaðsins við hlið Davíðs Stef­áns­son­ar og hef­ur Jón störf í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka