Sjö rifflar í ætt við árásarriffla í umferð

AR-15-riffill, áþekkur þeim sem breytt var í fyrra.
AR-15-riffill, áþekkur þeim sem breytt var í fyrra. AFP

Sjö riffl­ar í ætt við árás­arriffla eru í um­ferð hér á landi. Vís­ir grein­ir frá þessu í dag og vís­ar til upp­lýs­inga frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Um er að ræða svo­kallaða DPMS-riffla, sem all­ir hafa verið flutt­ir til lands­ins með lög­leg­um hætti. Hins veg­ar sé mögu­legt að breyta slík­um vopn­um, taka úr þeim pinna og gera hálf- eða alsjálf­virk.

Haft er eft­ir Jónasi Haf­steins­syni lög­reglu­full­trúa að eitt mál hafi komið upp í fyrra þar sem slík­ur riff­ill hefði verið gerður hálf­sjálf­virk­ur, þ.e. riff­ill­inn hlóð sjálf­ur næstu kúlu eft­ir hvert skot án þess að bys­sumaður­inn þyrfti að standa í því sjálf­ur. Eig­andi skot­vopns­ins var dæmd­ur og riff­ill­inn gerður upp­tæk­ur, seg­ir Jón­as en kveðst ekki muna eft­ir öðrum sam­bæri­leg­um mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert