Álagsgreiðslur verða aflagðar

Hjartaaðgerð á Landspítalanum.
Hjartaaðgerð á Landspítalanum. mbl.is/RAX

Fleiri tug­ir rúma eru lokaðir á Land­spít­al­an­um vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um, að sögn Páls Matth­ías­son­ar for­stjóra. „Spít­al­inn þurfti að bregðast við neyðarástandi í mönn­un og réðst í til­rauna­verk­efni þar sem skýr gögn sýndu að það vantaði fólk svo sjúk­ling­um gæti stafað hætta af,“ sagði Páll.

Hann sagði að þetta hefði snúið að hjúkr­un í vakta­vinnu. Um var að ræða klasa verk­efna og eitt þeirra var Heklu­verk­efnið. Í því fólust álags­greiðslur til hjúkr­un­ar­fræðinga. Til stend­ur að leggja það af.

Unnið er að því að inn­leiða jafn­launa­vott­un á Land­spít­ala lög­um sam­kvæmt. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Páll að heild­ar­kostnaður við jafn­launa­vott­un­ina fram að þessu væri orðinn um 30 millj­ón­ir króna, en ekki 320 millj­ón­ir eins og haldið hef­ur verið fram.

Pét­ur Magnús­son, formaður Sam­taka í vel­ferðarþjón­ustu og nefnd­armaður í ráðgjaf­ar­nefnd Land­spít­ala, sagði að í ljósi fjár­hags­stöðu spít­al­ans væri ekki óeðli­legt að stjórn­end­ur færu vel yfir það hvað væri kjarn­a­starf­semi og hvað hliðar­verk­efni sem spít­al­inn ætti e.t.v. ekki að sinna held­ur fá aðra til að gera.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert