Lögreglu barst tilkynning um innbrot í bílskúr í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið farið inn í skúr og hjól tekið þaðan en fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hjólið sé hálfrar milljónar virði.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna eða ölvun við akstur.
Auk þess var tilkynnt um innbrot í Árbænum rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi, þaðan sem verðmætum var stolið.