Vilja CBD-vörur í almenna sölu á Íslandi

Í greinargerð með tillögunni segir að spurn eftir aðgengi að …
Í greinargerð með tillögunni segir að spurn eftir aðgengi að vörum sem innihalda CBD hér á landi sé nú þegar talsverð. Mynd frá ráðstefnu um kannabistengdar vörur sem fram fór í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. AFP

Þing­menn allra flokka á Alþingi nema Vinstri grænna og Miðflokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem fel­ur í sér skila­boð til Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra um að sjá til þess að heim­ilt verði að selja vör­ur sem inni­halda CBD (canna­bidi­ol) í al­mennri sölu hér á landi. CBD er annað tveggja helstu virku efn­anna í kanna­bis­plönt­um og er það ekki vímu­gjafi.

Oft er talað um þær plönt­ur inn­an kanna­bisætt­kvísl­ar­inn­ar sem inni­halda lítið magn vímu­gjaf­ans THC (tetra­hydrocanna­bin­ol) sem iðnaðar­hamp. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að með ein­föld­um hætti sé hægt að vinna CBD úr iðnaðar­hampi og að mörg ná­granna­ríki Íslands hafi farið þá leið að heim­ila vinnslu og lausa­sölu á afurðum iðnaðar­hamps, þegar styrk­leiki THC, vímu­gjaf­ans, er inn­an við skil­greind mörk.

Halldóra Mogensen er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sem alls ellefu þingmenn …
Hall­dóra Mo­gensen er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar, sem alls ell­efu þing­menn leggja fram. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hér á landi er CBD skil­greint sem inni­halds­efni í lyfi, þar sem það er inni­halds­efni í lyfi með markaðsleyfi, það fell­ur und­ir lyfja­lög og því er óheim­ilt að flytja efnið inn sem fæðubót­ar­efni til einka­nota. Því þyrfti reglu­gerðar- eða laga­breyt­ing­ar til þess að heim­ilt væri að selja CBD-vör­ur í al­mennri sölu og það vilja þing­menn­irn­ir sem standa að til­lög­unni að heil­brigðisráðherra geri.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, kvaðst opin fyr­ir því að end­ur­skoða laga- og reglu­verk varðandi fram­leiðslu iðnaðar­hamps hér á landi er Hall­dóra Mo­gensen, þingmaður Pírata og fyrsti flutn­ings­maður þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar, spurði hana út í málið á Alþingi í síðustu viku.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að spurn eft­ir aðgengi að vör­um sem inni­halda CBD hér á landi sé nú þegar tals­verð. Fjallað var um það sama í Morg­un­blaðinu í októ­ber í fyrra, en þar kom fram að tals­verð aukn­ing hefði verið á inn­flutn­ingi fæðubót­ar­efna sem inni­halda CBD til lands­ins, þá yf­ir­leitt í olíu­formi eða í hylkj­um.

„Rétt er að bregðast við þeirri eft­ir­spurn og heim­ila slíkt aðgengi, enda eru eng­in rök sem mæla gegn því. Efnið veld­ur engri vímu, það er ekki ávana­bind­andi og notk­un þess get­ur verið til hags­bóta fyr­ir ein­stak­linga,“ seg­ir enn frem­ur í grein­ar­gerðinni.

Alls standa 11 þing­menn að þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, fimm úr þing­flokki Pírata, tveir frá Viðreisn og einn frá Sam­fylk­ingu, Sjálf­stæðis­flokki, Fram­sókn­ar­flokki og Flokki fólks­ins.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an í heild sinni á vef Alþing­is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka