Áskorunin innanfélagsmál Eflingar

„Menn verða að ræða þetta innan félagsins. Þetta er ekki …
„Menn verða að ræða þetta innan félagsins. Þetta er ekki á vettvangi Starfsgreinasambandsins,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert

„Þing sambandsins hefur aldrei fjallað um svona mál svo við erum ekki að taka svona mál til umfjöllunar,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, um áskorun fjögurra einstaklinga sem lýtur að því að þing Starfsgreinasambandsins taki framkomu stjórnenda Eflingar í garð starfsmanna fyrir. 

Þingið var sett á Hótel Reykjavík Natura fyrr í dag. Björn segir að ASÍ vinni nú að því að skapa reglur um það hvernig skuli taka á því þegar starfsmenn stéttarfélaga eru ósáttir með vinnuveitanda sinn. 

Frá þingi Starfsgreinasambandsins. Hér sést Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Frá þingi Starfsgreinasambandsins. Hér sést Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Hari

„Þetta er bara innanfélagsmál Eflingar. Við erum ekkert að fara að ræða það hér. Menn verða að ræða þetta innan félagsins. Þetta er ekki á vettvangi Starfsgreinasambandsins. Það er verið að vinna ákveðnar hugmyndir inni í Alþýðusambandi í sambandi við það þegar starfsmenn lenda í einhverju svona,“ segir Björn. 

Kostnaður vegna læknisþjónustu stóra málið

Fjór­ir ein­stak­ling­ar, sem störfuðu á skrif­stofu Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags en eru í veik­inda­leyfi eða voru rekn­ir á brott frá fé­lag­inu, sendu þinginu áskorunina í gær. 

„Ef á að koma inn með tillögu eða annað þá þarf að gera það með lengri fyrirvara.“

Ásmundur Einar Daðason flutti erindi á þinginu í morgun. Hér …
Ásmundur Einar Daðason flutti erindi á þinginu í morgun. Hér sést hann (t.v.) ásamt Birni (t.h.). mbl.is/Hari

Spurður um hvað brenni helst á gestum þingsins segir Björn:

„Við ætlum að ræða kjara- og atvinnumálin og sérstaklega velferðarmálin, aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og þennan mikla kostnað sem fólk verður fyrir vegna þess að það er búið að þjappa þessum kostnaði svo mikið saman. Fólk er að fresta því að fara til læknis og annað vegna þess að það hefur ekki efni á því.“

Björn segir aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu vera stóra málið á þinginu. 

„Stóra málið er að menn hafi jafnt aðgengi eða hafi alla vega möguleika til þess að sækja læknisþjónustu. Bæði getur það verið dýrt og svo er fólk að missa úr vinnu og ýmislegt annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert