Herferð knúin með „heift og hefnigirni“

Sólveig Anna Jónsdóttir var viðstödd þing Starfsgreinasambandsins sem sett var …
Sólveig Anna Jónsdóttir var viðstödd þing Starfsgreinasambandsins sem sett var í morgun. Haraldur Jónasson/Hari

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ir áskor­un fjög­urra fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­manna Efl­ing­ar hluta af her­ferð fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóra gegn sér. Hann hafi ekki getað sætt sig við valda­skipti í fé­lag­inu þegar Sól­veig tók við í fyrra. 

Áskor­un­in var send þingi Starfs­greina­sam­bands­ins í gær. Þar var beðið um að meðferð Efl­ing­ar á starfs­mönn­um sín­um yrði tek­in til umræðu á þing­inu. 

Sól­veig vís­ar ásök­un­um um einelti og ólíðandi fram­komu á bug og spyr hvort fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri geti ekki bara farið í golf. Að áskor­un­inni stóðu Þrá­inn Hall­gríms­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri Efl­ing­ar, Anna Lisa Terrazas, Elín Hanna Kjart­ans­dótt­ir og Kristjana Val­geirs­dótt­ir.

„Ég ætla ekki að hafa mörg orð um aðra en fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóra Efl­ing­ar, Þráin Hall­gríms­son, sem hef­ur með fram­ferði sínu núna síðasta ár sýnt hvaða inn­ræti hann hef­ur að geyma,“ seg­ir Sól­veig.

Hún tel­ur að Þrá­inn viti hvað sé satt og hvað sé logið í því sem hann hafi sett fram. „Hann verður bara að eiga það við sína eig­in sam­visku, hvaða fram­komu hann hef­ur sýnt mér, hvaða ósann­indi og hvaða óhróður hann get­ur lifað með að fara fram með í fjöl­miðlum.“

Geti ekki sætt sig við ófag­lærða lág­launa­konu

Sól­veig seg­ir að her­ferð Þrá­ins gegn sér hafi haf­ist fyr­ir ári. Her­ferðin sé knú­in áfram af heift og hefnigirni.

„Hann gat ekki sætt sig við þau valda­skipti sem urðu í fé­lag­inu. Hann get­ur ekki sætt sig við það að ófag­lærð lág­launa­kona hafi tekið stól­inn sem hann og fyrr­ver­andi formaður voru bún­ir að út­hluta til manns­ins sem þeir höfðu hand­valið til þess að stýra fé­lag­inu mögu­lega þá næstu átján ár. Að mínu mati snýst þetta ein­fald­lega um það þegar kem­ur að hon­um.“

Sólveig Anna hefur verið áberandi síðan hún tók við formannsembættinu.
Sól­veig Anna hef­ur verið áber­andi síðan hún tók við for­mann­sembætt­inu. mbl.is/​Hari

Sól­veig von­ar að Þrá­inn fari að finna frið „og geti farið að snúa sér að öðrum áhuga­mál­um. Hann hef­ur verið há­launamaður árum sam­an. Hann gæti mögu­lega farið að spila golf eins og rík­ir karl­ar á hans aldri gera“.

Seg­ir glæp sinn að hafa sigrað

Sól­veig seg­ir að henn­ar sök í mál­inu sé ein­föld. „Glæp­ur minn er að hafa sigrað í for­manns­kjöri Efl­ing­ar, því fyrsta sem var haldið í átján ár, með 80% greiddra at­kvæða. Auðvitað þarf þessi há­launa­karl að reyna að refsa mér stór­kost­lega fyr­ir þenn­an grimmi­lega glæp.“

Í dag er kvenna­frí­dag­ur­inn og seg­ir Sól­veig kald­hæðnis­legt að ein­mitt þessa umræðu beri upp á þeim degi. 

„Það er sorg­legt að hugsa til þess að þessi maður geti ekki sætt sig við það að þetta fé­lag sé leitt af tveim­ur kon­um, ann­ars veg­ar mér og svo henni Agnieszku Ewu vara­for­manni. Svona virðist þetta vera stund­um, það virðist vera erfitt fyr­ir gömlu karl­ana að sætta sig við breyt­ing­arn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert