FA leggst gegn frumvarpi til samkeppnislaga

Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem sendi í dag …
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem sendi í dag frá sér nokkuð harðorða umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum. Ljósmynd/Aðsend

Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) leggst ein­dregið gegn því að heim­ild Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til þess að bera ákv­arðanir áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála (ÁNS) und­ir dóm­stóla verði af­num­in, eins og lagt er til í drög­um að nýju frum­varpi til laga um breyt­ingu á sam­keppn­is­lög­um.

Í um­sögn FA um frum­varpið, sem birt var í dag, seg­ir að slík laga­breyt­ing myndi „veikja stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, í þágu fyr­ir­tækja sem hafa brotið eða vilja brjóta sam­keppn­is­lög“, þar sem ekki væri leng­ur hægt að hnekkja röng­um niður­stöðum ÁNS. Um væri að ræða „drauma­land þeirra sem kjósa að brjóta sam­keppn­is­lög og hafa ábata af slík­um brot­um.“

FA bæt­ir því við að af­nám þess­ar­ar heim­ild­ar yrði að sama skapi „mar­tröð þeirra sem trúa á virka sam­keppni, heil­brigða viðskipta­hætti og eðli­legt og virkt rétt­ar­ríki þar sem órétt­ur fær ekki óhindraða fram­göngu.“

Þingið tæki sér stöðu gegn al­menn­ingi

„Með því að samþykkja um­rædda breyt­ingu væri Alþingi að ganga er­inda stór­fyr­ir­tækja sem vilja kom­ast hjá rétt­mæt­um af­leiðing­um sam­keppn­islaga­brota sinna og viðhalda hátt­semi sem skaðar all­an al­menn­ing. Þannig tæki þingið sér stöðu gegn al­menn­ingi í land­inu, sem og gegn smærri og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um sem hvað mesta hags­muni eiga af því að farið sé að ákvæðum sam­keppn­islaga,“ seg­ir í harðorðri um­sögn FA, sem tek­ur með þessu und­ir þær áhyggj­ur sem Sam­keppnis­eft­ir­litið sjálft hef­ur þegar sett fram vegna frum­varps­ins.

Auk Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hef­ur Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs Seðlabank­ans, dós­ent í viðskipta­fræði við HÍ og fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, verið afar gagn­rýn­inn á af­nám heim­ild­ar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til þess að bera niður­stöður ÁNS und­ir dóm­stóla. Hann og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, tók­ust á um málið í Kast­ljósi í Rík­is­út­varp­inu í gær­kvöldi og voru þar ósam­mála um margt.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ráðherra sam­keppn­is­mála, sem lagði frum­varps­drög­in fram til um­sagn­ar, sagði við RÚV á þriðju­dag að gagn­rýni á frum­varpið kæmi ekki á óvart, en að hún stæði við sín­ar til­lög­ur.

Um­fjöll­un um um­sögn FA á vef fé­lags­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka