Segja misráðið að fella niður leyfin

Nýir bílar í Sundahöfn.
Nýir bílar í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Bílgreinasmabandið (BGS) og Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýna áform atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður skilyrði um leyfisveitingar fyrir sölu notaðra ökutækja, þ.m.t. kröfu um námskeið og próf fyrir bílasala í sameiginlegri umsögn.

Tillagan er hluti af aðgerðaáætlun ráðuneytisins um einföldun regluverks í stjórnsýslunni en FÍB og BGS telja þetta afar misráðið.

Verði þessir skilmálar afnumdir sé ekkert sem komi í veg fyrir að svikahrappar hasli sér völl á þessum markaði og fari sínu fram, líkt og raunin hafi verið í nágrannalöndunum. Velta í sölu notaðra ökutækja hér á landi ár hvert er á bilinu 60-80 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert