Sólveig Anna kjörin varaformaður SGS

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var kjörin varaformaður Starfsgreinasambandsins á …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var kjörin varaformaður Starfsgreinasambandsins á þingi sambandsins sem lauk í dag. Efling er eitt 19 aðildarfélaga SGS. mbl.is/Hari

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var kjörin varaformaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins sem lauk í dag. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður. 

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls á Austurlandi, gaf ekki kost á sér en var kjörin í framkvæmdastjórn. 

Forysta sambandsins er kjörin til tveggja ára  og samþykkt var að stækka framkvæmdastjórnina og skipa hana nú sjö meðstjórnendur auk formanns og varaformanns, að því er segir í tilkynningu á vef SGS

Á þinginu var lögð áhersla á kjaramál í víðtækum skilningi, baráttu við launaþjófnað, húsnæðismál, mikilvægi þess að vaxtalækkanir skili sér til almennings og heilbrigðismál, sérstaklega þann mikla kostnað sem íbúar landsbyggðarinnar bera við að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu, að því er fram kemur á vef SGS. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert