„Sólveig er engin láglaunakona“

Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður …
Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa eldað grátt silfur saman undanfarið. Samsett mynd

Þrá­inn Hall­gríms­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri Efl­ing­ar-stétt­ar­fé­lags, seg­ir all­ar ásak­an­ir Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar, um að hann standi fyr­ir her­ferð gegn sér ósann­indi. Þá seg­ir hann margt annað sem kom fram í viðtali við Sól­veigu ósatt, meðal ann­ars að hann hafi komið að því að hand­velja fram­bjóðanda í for­manns­kjör Efl­ing­ar, í sama kjöri og Sól­veig var val­in formaður.

Í viðtal­inu sagði Sól­veig að her­ferð Þrá­ins væri „knú­in áfram af heift og hefnigirni.“ Þrá­inn svar­ar því til að hann eigi engra harma að hefna í garð Sól­veig­ar. „Það sem stjórn­ar gerðum mín­um í þess­um mál­um er það sem við þurf­um að horfa upp á í aðgerðum þeirra Sól­veig­ar Önnu og Viðars Þor­steins­son­ar gagn­vart starfs­fólki Efl­ing­ar. Það er það sem rek­ur mig áfram.“

Seg­ir Þrá­inn aldrei hafa lýst and­stöðu við kjör Sól­veig­ar við síðasta stjórn­ar­kjör, en Sól­veig hafði haldið því fram að Þrá­inn gæti ekki sætt sig við valda­skipt­in.

Þá ger­ir Þrá­inn at­huga­semd við að Sól­veig lýsi sér sem ófag­lærðri lág­launa­konu. „Ja, hérna. Lágt er nú lagst. Hvað skyldu þær vera marg­ar lág­launa­kon­urn­ar sem ég hef unnið með í Efl­ingu og eldri fé­lög­um, sem hafa verið góðir yf­ir­menn mín­ir og fé­lag­ar. Hvers kon­ar mál­flutn­ing­ur er þetta? Hvenær ætl­ar Sól­veig að átta sig á því að þetta væl er orðið út­jaskað? Sól­veig er eng­in lág­launa­kona,“ seg­ir Þrá­inn í svar­bréfi sínu.  

Þá seg­ir hann af og frá að hann hafi verið há­launamaður árum sam­an, en Sól­veig hélt því fram í pistli sín­um. Seg­ir Þrá­inn að fjór­ir eða fimm starfs­menn séu nú í hans störf­um og launa­kostnaður vegna starfa hans sé aðeins brot af því sem verið sé að greiða fyr­ir í dag.

Yf­ir­lýs­ingu Þrá­ins má í heild sjá hér að neðan:

Svar til for­manns Efl­ing­ar við

Ósann­ind­um og dylgj­um Sól­veig­ar Önnu

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar skeyt­ir skapi sínu á per­sónu minni í geðvonsku­legri grein sinni á vef Efl­ing­ar-stétt­ar­fé­lags fimmtu­dag­inn 24. októ­ber sl. en hluti af því kem­ur fram á vef mbl.is sama dag.  Ég mun hér svara lið fyr­ir lið ásök­un­um henn­ar í minn garð en hirði lítið um að eiga orðastað við hana um skoðanir henn­ar og dylgj­ur um per­sónu mína eða einka­líf mitt.

  1. „Her­ferð knú­in með heift og hefnigirni“ er fyr­ir­sögn grein­ar Sól­veig­ar Önnu. Af hverju ætti ég að stjórn­ast af heift og hefnigirni. Marg­ur held­ur mig sig. Ég hef engra harma að hefna gegn Sól­veigu Önnu og finn held­ur ekki til neinn­ar heift­ar í henn­ar garð. Það sem stjórn­ar gerðum mín­um í þess­um mál­um er það sem við þurf­um að horfa upp á í aðgerðum þeirra Sól­veig­ar Önnu og Viðars Þor­steins­son­ar gagn­vart starfs­fólki Efl­ing­ar. Það er það sem rek­ur mig áfram.
  2. Gat ég ekki „ sætt mig við valda­skipti í fé­lag­inu.“ Þetta eru ósann­indi. Ég eða fé­lag­ar mín­ir höf­um aldrei lýst and­stöðu við kjör for­manns í Efl­ingu við síðasta stjórn­ar­kjör.  Skora á Sól­veigu að finna þess­ari full­yrðingu stað að svo hafi verið.
  3. Sól­veig vís­ar ásök­un­um um „einelti og ólíðandi fram­komu á bug“. Hér vísa ég bara til ásak­ana þeirra starfs­manna sem hafa komið fram op­in­ber­lega og lýst fram­komu Sól­veig­ar og Viðars Þor­steins­son­ar í sinn garð. Treysti þeim bet­ur sem hafa lýst sam­skipt­um við þau. Und­an­farna daga og vik­ur hef­ur Viðar Þor­steins­son lagt fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, Kristjönu Val­geirs­dótt­ur, einn af nú­ver­andi starfs­mönn­um í veik­inda­leyfi í einelti á op­in­ber­um vett­vangi m.a. með birt­ingu upp­lýs­inga úr bók­haldi Efl­ing­ar. Þurf­um við frek­ari vitna við?
  4. „Gat ekki sætt sig við ófag­lærða lág­launa­konu.“ Ja, hérna. Lágt er nú lagst. Hvað skyldu þær vera marg­ar lág­launa­kon­urn­ar sem ég hef unnið með í Efl­ingu og eldri fé­lög­um, sem hafa verið góðir yf­ir­menn mín­ir og fé­lag­ar. Hvers kon­ar mál­flutn­ing­ur er þetta? Hvenær ætl­ar Sól­veig að átta sig á því að þetta væl er orðið út­jaskað? Sól­veig er eng­in lág­launa­kona.
  5. Sól­veig Anna seg­ir að „ég og fyrr­ver­andi formaður höf­um hand­valið mann til að stýra fé­lag­inu.“ Enn ein ósann­ind­in. Ég átti eng­an þátt í að velja Ingvar Vig­ur Hall­dórs­son sem fram­bjóðanda í for­manns­kjöri Efl­ing­ar. Það er hlut­verk upp­still­ing­ar­nefnd­ar, stjórn­ar og trúnaðarráðs. Sól­veigu er mjög tamt að grípa til ósann­inda eins og þess­ar full­yrðing­ar bera með sér. Ég er full­viss um að Ingvar Vig­ur og fleiri fyrr­um stjórn­ar­menn geta staðfest þetta.
  6. „Hann ( Þrá­inn ) hef­ur verið há­launamaður árum sam­an.“ Jæja. Nú vildi ég gjarn­an að laun mín væru bor­in sam­an við alla þá stjóra sem Sól­veig Anna er búin að raða í kring­um sig á skrif­stofu Efl­ing­ar. Mér sýn­ist að það gætu verið fjór­ir eða fimm starfs­menn sem eru í mín­um verk­efn­um. Ég vann alla tíð lang­an vinnu­dag á Efl­ingu og full­yrði að tíma­kaup mitt var lágt. Launa­kostnaður vegna starfa minna er ef­laust í dag aðeins brot af því sem verið er að borga fyr­ir á skrif­stofu Efl­ing­ar í dag.
  7. „Get­ur ekki sætt sig við að þetta fé­lag sé leitt af tveim­ur kon­um.“ Ég get huggað mig við það að hafa eins og áður seg­ir unnið með fjöl­mörg­um kon­um og hef aldrei verið bor­inn slík­um sök­um og mér finnst fórn­ar­lambahlut­verk fara Sól­veigu Önnu illa. Hún hef­ur enga nema sjálfa sig til að bera vott um þetta. Ég skora á Sól­veigu að finna því stað ein­hvers staðar að ég hafi hallað máli gegn kon­um í mál­flutn­ingi mín­um. Það sem ég hef gagn­rýnt er mál­flutn­ing­ur og fram­koma Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ir. Það er það sem hún þolir ekki.

Ég ætla ekki að elta ólar við út­úr­snún­inga og óviðeig­andi skoðanir Sól­veig­ar Önnu eða dylgj­ur um einka­líf mitt og tóm­stund­ir. Niðrandi tal til mín leiði ég hjá mér og einnig hroka­tal henn­ar um ald­ur minn og per­sónu. Ég get samt ekki setið á mér að benda á að Sól­veig Anna þurfti á göml­um körl­um, sem hún fer niðrandi orðum um mun eldri en mér, að halda sem hún fékk til ráðgjaf­ar við sig og réði til verk­efna og starfa án þess að ald­ur þeirra væri til fyr­ir­stöðu. Það sýn­ir lík­lega best af öllu hvað réði gerðum henn­ar þegar hún losaði sig við mig sem skrif­stofu­stjóra.

                                               Þrá­inn Hall­gríms­son

                                               Fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri Efl­ing­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert