Vilja viðauka við ráðningarsamninga

Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í gær. Það er …
Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í gær. Það er að þessu sinni haldið í Reykjavík. Björn Snæbjörnsson flutti setningarræðu mbl.is/​Hari

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur samþykkt tillögu að viðauka við ráðningarsamninga starfsfólks á skrifstofum stéttarfélaga. Hann gengur út á það að starfsfólkið eigi rétt á lögfræðiaðstoð án kostnaðar ef upp kemur ágreiningur í hefðbundnu vinnuréttarsambandi, meðal annars vegna starfsloka.

Málefni fjögurra einstaklinga sem störfuðu á skrifstofu Eflingar stéttarfélags en eru í veikindaleyfi eða voru reknir frá félaginu, verður ekki tekið fyrir á 7. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem nú stendur yfir í Reykjavík. Starfsmennirnir fyrrverandi hafa átt í deilum við forystu Eflingar og skoruðu á þingið að taka á málunum.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að þetta væri innanfélagsmál Eflingar sem ekki yrði tekið fyrir á þinginu. Þá vísaði hann til þess að ASÍ væri að móta reglur um það hvernig skuli taka á því þegar starfsmenn stéttarfélaga eru ósáttir við vinnuveitanda sinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ hefur mótað tillögu að viðauka við ráðningarsamninga starfsfólks á skrifstofum stéttarfélaga. Tillagan hefur verið samþykkt í miðstjórn ASÍ en Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þær hafi ekki verið sendar stéttarfélögunum. Hún tekur fram að þær verði valkvæðar fyrir félögin. Þær eru þó hugsaðar þannig að ekki þurfi að segja upp ráðningarsamningum núverandi starfsfólks heldur verði gerður viðauki við samninga. Meginefni viðaukans er að starfsfólkið hafi aðgang að lögfræðiþjónustu ef upp koma ágreiningsmál sem tengjast hefðbundnu vinnuréttarsambandi starfsmanns og skrifstofu stéttarfélags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert