Vill jarðgöng á Tröllaskaga

Öxnadalsheiði er oft illfær að vetri til.
Öxnadalsheiði er oft illfær að vetri til. Mynd/Vegagerðin

Stefán Vagn Stef­áns­son, varaþingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins lagði í vik­unni fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra láti hefja vinnu við rann­sókn­ir, frum­hönn­un og mat á hag­kvæmni á gerð jarðganga á Trölla­skaga.

Lagt er til að ráðherra skili Alþingi skýrslu með niður­stöðum fyr­ir árs­lok 2020.

Stefán Vagn Stefánsson.
Stefán Vagn Stef­áns­son. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Göng­in yrðu á milli Skaga­fjarðar og Eyja­fjarðar en með þeim myndi fólk sleppa við að aka Öxna­dals­heiðina. Stefán bend­ir á að veg­ur­inn um hana liggi hæst í 540 metra hæð og vega­lengd­ir á milli þétt­býl­isstaða á Norður­landi yrðu styttri. 

Auk þess myndi fólk sleppa við að aka Vatns­skarðið eins og það er í dag en þess í stað fara um Þver­ár­fjalls­veg. Göng­in kæmu úr Hjalta­dal og yfir í Eyja­fjörð.

Stefán bend­ir á að bæj­ar­stjórn­ir beggja vegna Öxna­dals­heiðar, á Ak­ur­eyri og í Skagaf­irði, hafi fyrr á ár­inu skorað á stjórn­völd að skoða þenn­an mögu­leika. 

Eins og rakið hef­ur verið myndu göng und­ir Trölla­skaga fela í sér gríðarlega sam­göngu­bót fyr­ir íbúa Norður­lands og aðra sem þar fara um. Öryggi veg­far­enda yrði stór­bætt auk þess sem slík fram­kvæmd myndi m.a. leiða af sér stækk­un vinnu­sókn­ar­svæða og efl­ingu ferðaþjón­ustu á svæðinu,“ seg­ir í til­lögu Stef­áns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert