Vegur gegn vaxtalækkun

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verks, tel­ur hugs­an­legt að það eigi þátt í niður­sveifl­unni að bank­arn­ir hafi tak­markað út­lán. Vís­bend­ing­ar séu um að fjár­mála­stofn­an­ir hafi dregið úr út­lán­um til fram­kvæmda. Þá hafi vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans ekki skilað sér að fullu.

„Vext­ir hafa lækkað mikið. Því er ein­kenni­legt að það skili sér aðeins að litlu leyti til lán­taka og að sam­hliða vaxta­lækk­un­um skuli vera skort­ur á láns­fé,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Gunn­ar Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, seg­ir vaxta­lækk­an­ir draga úr hvata til sparnaðar. Það geti aft­ur skert út­lána­getu bank­anna. Margt bendi til að vext­ir muni hækka. „Við gæt­um verið að fara inn í skandi­nav­ískt um­hverfi þar sem vext­ir eru al­mennt lág­ir en hús­næðis­verð í þétt­býli hátt,“ seg­ir hann.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri SI, lík­ir lána­markaði við kjör­búð þar sem vöru­verð er að lækka en all­ar hill­urn­ar eru tóm­ar. Fram­boðið fylgi ekki vaxta­lækk­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert