„Hefði mátt afstýra þessum harmleik“

Borgarleikhúsið.
Borgarleikhúsið. mbl.is/Eggert

„Viðbrögðin eru einfaldlega ánægja með þessa niðurstöðu úr því sem komið var,“ segir Einar Þór Sverrisson hæstaréttarlögmaður í samtali við mbl.is í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun þar sem Borgarleikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri voru dæmd til þess að greiða skjólstæðingi hans, Atla Rafni Sigurðarsyni leikara 5,5 milljónir króna í bætur og eina milljón í málskostnað vegna uppsagnar hans í desember 2017 í kjölfar þess að hann var ásakaður um kynferðislega áreitni.

„Það er mikill sigur í þessu máli að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að þeirri aðferð sem þarna var beitt hafi ekki verið í samræmi við lög og reglur,“ segir Einar Þór. Enn fremur að framgangan hafi haft í för með sér tjón fyrir skjólstæðing hans. Bendir hann enn fremur á að það að Kristín sé einnig dæmd til þess að greiða bæturnar sé í raun til marks um alvarleika brotsins. Aðspurður segir hann Atla ekki ætla að áfrýja málinu.

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að hún líti svo á að með dómnum sé komin upp óvissa um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öryggi starfsfólks. Einar vísar þessu á bug. Það sé út í hött að halda því fram enda ljóst að mjög stífar reglur gildi um það hvernig taka eigi á slíkum málum.

„Það ríkir engin óvissa um túlkun laga eins og þarna er haldið fram,“ segir Einar. Rakið sé ítarlega í dómnum hvaða reglur gildi í þessum efnum. „Ef þessu reglum hefði einfaldlega verið fylgt þá hefði mátt afstýra þessum harmleik.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert