Samningur milli Más og Ingibjargar

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. mbl.is/​Hari

Fimm starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa stundað háskólanám erlendis með fjárhagslegum stuðningi bankans. Enginn þeirra fékk þó viðlíka fjárstyrk og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, en ákvörðun um styrk til hennar var alfarið tekin af þáverandi seðlabankastjóra.

Þetta kemur fram á vef Rúv, en vísað er í svör Seðlabanka Íslands við fyrirspurn fréttastofu Rúv.

Fram hefur komið að Ingibjörg hafi stundað nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjnum og fékk hún til styrk sem er metinn á 18 milljónir króna.

Enn fremur segir, að í svari SÍ komi fram að þáverandi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, hafi ákveðið styrkinn fyrir hönd Seðlabankans. Vísað sé í 23. grein laga um bankann, þar sem segir að seðlabankastjóri beri ábyrgð á rekstri bankans og fari með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans. Þá segir, að ekki hafi fengist beint svar við því hvort yfirlögfræðingur Seðlabankans hafi lesið samkomulagið yfir áður en það var undirritað.

Þá kemur fram, að grunnur að samningnum hafi verið lagður árið 2012 en Ingibjörg hóf nám árið 2016 og sagði upp ári síðar. Var það talið mikilvægt að Ingibjörg starfaði áfram innan bankans meðan á vinnu við losun fjármagnshafta stóð, að því er Rúv greinir frá.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert