Biðst afsökunar á kynferðislegri samlíkingu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra biðst af­sök­un­ar á að hafa gripið til óviðeig­andi sam­lík­ing­ar í sam­ræðum við stjórn­mála­fræðinema í Há­skóla Íslands sem komn­ir voru í kynn­ing­ar­ferð í ut­an­rík­is­ráðuneytið. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá ráðherra. 

Al­ex­andra Ýr van Er­ven stjórn­mála­fræðinemi greindi frá sam­skipt­um sín­um og ráðherra á Twitter í dag. Þar seg­ir hún að á fund­in­um hafi mál­efni há­skól­ans, og eðli há­skóla­náms, borist í tal og Al­exöndru og ráðherra greint á um hvort helsta hlut­verk há­skóla­náms væri að fram­leiða starfs­krafta fyr­ir at­vinnu­líf eða ekki. Ráðherra hafi þá af­skrifað hug­mynd­ir henn­ar með því að spyrja hvernig henni þætti að „hreinn sveinn [sem] hefði lesið hell­ings til um kyn­líf“ færi að „kenna henni að ríða“.

Seg­ir hún að um­mæl­in séu birt­ing­ar­mynd þess hve stutt sam­fé­lagið sé komið í femín­ískri bar­áttu, en að ráðherra hefði aldrei leyft sér að taka svona til orða ef um karl­mann væri að ræða.

Guðlaug­ur Þór var ekki til viðtals þegar þess var óskað, en í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi fjöl­miðlum seg­ir hann að hann hafi viljað koma því á fram­færi að stjórn­mála­fræði og reynsla af stjórn­mál­um væri tvennt ólíkt, og á ein­hvern hátt sam­bæri­legt við mun­inn á reynslu og bók­námi í kyn­fræðslu. Sam­lík­ing­in hafi ekki verið orðuð á þann veg sem slegið var upp á sam­fé­lags­miðlum, seg­ir ráðherra, án þess að fara nán­ar út í þær at­huga­semd­ir. „Þessu var ekki beint að nein­um í hópn­um og hvorki sett fram til að ögra né særa held­ur sagt í hálf­kær­ingi. [...] Bið ég hlutaðeig­andi af­sök­un­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert