Jarðhræringar ólíklegur sökudólgur

Myndin er samsett og sýnir Ketubjörg fyrir og eftir hrunið.
Myndin er samsett og sýnir Ketubjörg fyrir og eftir hrunið.

Ekki er hægt að full­yrða hvað hafi valdið hruni bjargs úr Ketu­björg­um á norðan­verðum Skaga um helg­ina. Fyrstu at­hug­an­ir benda til þess að jarðhrær­ing­ar hafi ekki verið þar að verki.  Erfitt er að spá fyr­ir um hvenær berg, sem komið er sprunga í, hryn­ur. Þetta seg­ir Jón Krist­inn Helga­son, jarðfræðing­ur á of­an­flóðadeild Veður­stof­unn­ar, sem sinn­ir þar skriðumál­um, hættumati og vökt­un.

Hugs­an­lega greindu mæl­arn­ir berg­hrunið

Jarðskjálfta­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar eiga eft­ir að fara bet­ur yfir gögn yfir skjálfta á svæðinu, en fyrsta skoðun bend­ir til þess að jarðhrær­ing­ar hafi ekki valdið hrun­inu, að sögn Jóns Krist­ins. Komið hef­ur fram að jarðskjálfta­mæl­ar á Hrauni á Skaga, sem er í um níu kíló­metra fjar­lægð frá Ketu­björg­um, hafi numið óróa, en Jón Krist­inn seg­ir lík­legra að þeir hafi þar greint hrunið úr berg­inu. „Von­andi skýrist þetta síðar í vik­unni,“ seg­ir hann.

Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur á náttúruvársviði Veðurstofu Íslands.
Jón Krist­inn Helga­son, jarðfræðing­ur á nátt­úru­vár­sviði Veður­stofu Íslands.

Ketu­björg eru um 40 kíló­metra fyr­ir norðan Sauðár­krók. Síðustu miss­eri hef­ur verið að losna um fyllu í bjarg­inu þar sem heit­ir Innri-Bjarga­vík. Það var 2015 eft­ir að klaka­stífla myndaðist á þess­um slóðum sem lækj­ar­vatn fór að smjúga niður í gljúpt mó­bergið svo um það losnaði. 

Klett­ur, um 65 metra hár, gróf sig frá berg­inu og varð frístand­andi. Þar á milli var geil sem breikkaði og var orðin nokkuð á þriðja metra breið uns yfir lauk. Und­ir berg­inu er nú allt að 20 metra hár bing­ur af grjóti og mold.

Jón Krist­inn seg­ir að rætt hafi verið við fólk á svæðinu í dag og í þeim sam­töl­um og á mynd­um sem tekn­ar hafi verið hafi m.a. komið fram að sprung­an í berg­inu hafi gliðnað um 4-5 metra. „Það bend­ir til þess að bergið hafi verið farið að slúta fram og halla yfir fjör­una. Þegar svo er, eru ein­hverj­ar fest­ur í berg­inu sem halda því, en á ein­hverj­um tíma­punkti gefa þær sig síðan og þá hryn­ur fyll­an.“

Fylgst með gliðnun bergs víða um land

Að sögn Jóns Krist­ins fylg­ist Veður­stofa Íslands með gliðnun bergs víða um land. Til dæm­is sé vökt­un í Óshlíð, en þar fannst sprunga í kring­um árið 1980. Síðustu ára­tugi hafa verið skipu­lagðar mæl­ing­ar á henni sem sýna að hún gliðnar um ör­fáa milli­metra á ári. Á Svína­fells­heiði hafa m.a. verið sett­ir upp tog­mæl­ar til að mæla gliðnun en einnig er fylgst svæðinu með GPS-tækj­um. Ekki hef­ur verið form­leg vökt­un við Ketu­björg, en Jón Krist­inn seg­ir að fylgst hafi verið náið með þróun mála á svæðinu og að því verði haldið áfram.

Margt get­ur haft áhrif

Jón Krist­inn seg­ir erfitt að nefna ein­hvern eitt þátt í þessu sam­bandi. „Það er erfitt að spá fyr­ir um hvenær berg hryn­ur; það eru svo marg­ir þætt­ir í svona um­hverfi sem geta haft þar áhrif á stöðug­leika bergs eins og t.d. fjöldi sprungna og lega þeirra, frost og þíða, brim og úr­koma, svo eitt­hvað sé nefnt,“ seg­ir hann.

Frá Ketubjörgum á Skaga. Myndin er tekin sumarið 2016.
Frá Ketu­björg­um á Skaga. Mynd­in er tek­in sum­arið 2016. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka