Minnir á stöðu svartra á tímum aðskilnaðarstefnu

Drífa Snædal, forseti ASÍ, hvetur fólk til að kynna sér …
Drífa Snædal, forseti ASÍ, hvetur fólk til að kynna sér starf samtaka sem vilja sniðganga ísraelskar vörur. Ljósmynd/ASÍ

„Verkamaður í Palestínu sem vinn­ur í Ísra­el þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðar­múrn­um þar sem oft tek­ur þrjá klukku­tíma að koma sér í gegn­um ör­ygg­is­hliðið.“ Á þess­um orðum hefst pist­ill sem Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, birti í á vef Alþýðusam­bands­ins í dag.

Verkamaður­inn vinni svo mögu­lega átta stunda vinnu­dag og að hon­um lokn­um taki við sam­bæri­leg bið við aðskilnaðar­múr­inn á heim­leiðinni.

„Með ferðatím­an­um er viðkom­andi hepp­inn ef hann nær heil­um næt­ur­svefni á milli þess sem hann vinn­ur og kem­ur sér í og úr vinnu. Fá at­vinnu­leyfi eru gef­in út og gjarn­an þarf að greiða miðlur­um meira en helm­ing launa sinna fyr­ir slíkt leyfi.“

ASÍ skipu­lagði ný­lega ferð til Palestínu fyr­ir starfs­fólk og kjörna full­trúa og var fundað með palestínsk­um syst­ur­sam­tök­um, friðarsam­tök­um, kvenna­sam­tök­um og palestínsk­um stjórn­völd­um.

Seg­ir Drífa Palestínu­menn vinna hættu­leg­ustu og lægst launuðu störf­in í Ísra­el. Palestínsk­ar kon­ur séu heppn­ar fái þær yf­ir­höfuð vinnu og sé Palestínu­mönn­um ein­ung­is heim­ilt að keyra á verri göt­um, þeir hafi ekki aðgang að eig­in vatns­ból­um, ferðaf­relsi þeirra sé háð Ísra­els­mönn­um og tjái þeir sig um rang­lætið geti þeir átt von á að frelsi þeirra sé skert enn frek­ar. Staða þeirra Palestínu­manna sem búa á Gaza sé svo enn þá verri, enda sé „það svæði kallað stærsta fang­elsi í heimi“.

„Stöðu Palestínu­manna má líkja við stöðu blökku­manna í Suður-Afr­íku þegar aðskilnaðar­stefn­an var þar við lýði. Þeir eru hrakt­ir til að búa á harðbýl­ustu svæðunum, verða fyr­ir enda­lausri hvers­dags­legri kúg­un og litið er á þá sem ódýrt vinnu­afl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svo­kölluðum land­náms­byggðum Ísra­ela sem væri rétt­ara að kalla landráns­byggðir,“ seg­ir Drífa í pistli sín­um.

Seg­ir Drífa alla þá sem rætt var við hafa lagt áherslu á friðsama bar­áttu og sagt viðskipta­bann vera áhrifa­rík­ustu bar­áttuaðferðina. „Það minnsta sem við get­um gert er að kynna okk­ur ástandið og standa með fé­lög­um okk­ar í Palestínu, vinn­andi fólki sem er eins og fólk alls staðar ann­ars staðar í heim­in­um. Það vill búa við frið, ör­yggi, mann­rétt­indi og virðingu,“ seg­ir hún og hvet­ur fólk til að kynna sér starf­semi alþjóðlegu BDS-hreyf­ing­ar­inn­ar sem hvet­ur til þess að ísra­elsk­ar vör­ur séu sniðgengn­ar.

Aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum.
Aðskilnaðar­múr­inn á Vest­ur­bakk­an­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert