Ummæli sem lýsi fordómum og áhugaleysi

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði um­mæli ráðuneyt­is­stjóra fé­lags­málaráðuneyt­is­ins í pall­borði í Þjóðarspegli Há­skóla Íslands í síðustu viku slá­andi en þar voru mál­efni inn­flytj­enda á vinnu­markaði til umræðu.

Meðal ann­ars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til þess að fræða inn­flytj­end­ur frek­ar um rétt­indi sín á vinnu­markaði. Það væri á ábyrgð hvers og eins að afla sér upp­lýs­inga þar að lút­andi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sér­stak­lega ís­lensku­kennslu því að inn­flytj­end­ur nenntu ekki að læra tungu­málið og hann tók sér­stak­lega fram hvað það væri gott að auðvelt væri að losna við fólk á ís­lensk­um vinnu­markaði í því sam­hengi,“ sagði Þor­steinn þar sem hann rifjaði upp um­mæli ráðuneyt­is­stjór­ans. 

Þor­steinn sagði um­mæl­in ganga þvert gegn gild­andi fram­kvæmda­áætl­un sem samþykkt var á Alþingi fyr­ir þrem­ur árum og spurði hvort ráðuneyt­is­stjór­inn hefði verið að lýsa stefnu stjórn­valda í mál­efn­um inn­flytj­enda.

Eng­in stefnu­breyt­ing í ráðuneyt­inu

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, sagði að í ráðuneyt­inu væri unnið eft­ir fram­kvæmda­áætl­un í mál­efn­um inn­flytj­enda og að þar hefði eng­in stefnu­breyt­ing orðið. Hann hafi því miður ekki kom­ist sjálf­ur á um­rædda ráðstefnu vegna rík­is­stjórn­ar­fund­ar sem dróst á lang­inn.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ég hef fengið fregn­ir af þess­um panel eða umræðum sem áttu sér stað og heyrt af pistl­um sem hafa gengið ritaðir af að ég held borg­ar­full­trú­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ég hef ekki haft tæki­færi til að setja mig ná­kvæm­lega inn í þann pist­il en ég hef haft fregn­ir af mál­inu,“ sagði Ásmund­ur.

Ráðherra ít­rekaði að eng­in stefnu­breyt­ing hefði orðið og sagði að þingmaður­inn hefði greini­lega náð að túlka það sem ráðuneyt­is­stjór­inn sagði bet­ur en það sem hann hefði sjálf­ur fengið fregn­ir af.

Fólk sem sat fund­inn var mjög slegið

Mér fannst um­mæl­in svo al­var­leg að ég sá ástæðu til að ræða þau við þó nokkra fund­ar­menn sem þarna voru og lesa opið bréf til ráðherra um þau um­mæli sem ráðherra virðist ekki hafa lesið enn þá ef marka má orð hans hér,“ sagði Þor­steinn og hélt áfram:

Fólk sem sat þenn­an fund var mjög slegið yfir yf­ir­lýs­ing­um ráðuneyt­is­stjóra ráðuneyt­is vinnu­markaðar og mál­efna inn­flytj­enda af því að þetta lýs­ir auðvitað, ég get ekki annað sagt, gríðarleg­um for­dóm­um gagn­vart stöðu inn­flytj­enda á vinnu­markaði og gríðarlegu áhuga­leysi ráðuneyt­is­ins og ráðuneyt­is­stjóra þess á að sinna mál­efn­um þessa hóps.“

Hann spurði hvort ráðherra hygðist leiðrétta um­mæli ráðuneyt­is­stjór­ans eða biðjast af­sök­un­ar á þeim.

Ásmund­ur ít­rekaði að rík­is­stjórn­in hefði gert ým­is­legt já­kvætt þegar kem­ur að mál­efn­um inn­flytj­enda.

Varðandi um­mæli ráðuneyt­is­stjóra í panel á um­ræddu málþingi segi ég eins og er að það er al­gjör­lega óbreytt stefna hjá nú­ver­andi rík­is­stjórn, sem verið hef­ur frá fyrsta degi, að gera bet­ur við þenn­an mála­flokk. Ég er ekki í stakk bú­inn, þar sem ég var ekki á staðnum og hef ekki séð nein­ar upp­tök­ur af þessu eða út­prent­an­ir, til að svara fyr­ir um­mæli þegar þingmaður túlk­ar pist­il hjá mann­eskju sem var þar,“ sagði Ásmund­ur. Hann bætti við að rík­is­stjórn­in myndi halda áfram að halda úti góðri þjón­ustu við inn­flytj­end­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert