Kristinfræði verði kennd á nýjan leik

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég tel mik­il­vægt að krist­in­fræðikennsla verði aft­ur skyldu­náms­grein í grunn­skól­um lands­ins. Krist­in trú hef­ur verið mót­andi afl í ís­lensku þjóðlífi í 1.000 ár. Saga og menn­ing þjóðar­inn­ar verður vart skil­in án þekk­ing­ar á krist­inni trú, siðgæði og sögu krist­inn­ar kirkju.“

Þetta sagði Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, á Alþingi í dag þar sem hann kallaði eft­ir því að krist­in­fræði yrði aft­ur kennd í ís­lensk­um grunn­skól­um. Rifjaði hann upp að krist­in­fræðikennslu hefði verið hætt 2008 þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar og þáver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefði verið mennta­málaráðherra.

„Sér­hvert þjóðfé­lag bygg­ist á ákveðnum grund­vall­ar­gild­um. Upp­eld­is­hlut­verk skól­ans er mik­il­vægt, ekki síst siðgæðis­upp­eldi. Skól­um er ætlað að miðla slík­um gild­um og í ís­lensku sam­fé­lagi eiga þau gildi sér kristn­ar ræt­ur. Þrátt fyr­ir fjöl­menn­ingu á Íslandi á að taka til­lit til þess hvaða trú­ar­brögð hafa verið ráðandi í mót­un menn­ing­ar okk­ar og sam­fé­lags.“

Birg­ir sagði menn­ing­ar­leg og sam­fé­lags­leg rök vera fyr­ir því að gera krist­in­fræði að skyldu­náms­grein á ný. Eðli­legt væri að verja mest­um tíma í fræðslu um þau trú­ar­brögð sem eru ríkj­andi í sam­fé­lag­inu, það er kristni. Fræðsla um önn­ur trú­ar­brögð væri einnig nauðsyn­leg svo hægt yrði að byggja brýr milli annarra trú­ar­bragða, stuðla að virðingu og skiln­ingi.

„Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu seg­ir að ef til­tek­in trú skipi stór­an sess í sögu og hefð lands þá standi ekk­ert í vegi fyr­ir því að byggja skólastarf á gild­um þeim sem fel­ast í trúnni. Í flest­um Norður­lönd­um er krist­in­fræðikennsla skil­greind sem hluti af al­mennri mennt­un. Grunn­skól­ar í Dan­mörku byggja trú­ar­bragðakennslu á kenn­ing­um dönsku þjóðkirkj­unn­ar, siðfræði, bibl­íu­sög­um og sögu kristn­inn­ar. Í Nor­egi seg­ir að skól­inn skuli byggja á grunn­gild­um hins kristna arfs.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert