Fótspor kom upp um þjóf

mbl.is/Jónas Erlendsson

Einn morg­un í vik­unni var lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu kölluð að heim­ili í Aust­ur­bæn­um  en þar hafði verið brot­ist inn og stolið mun­um af hús­ráðend­um. Var meðal ann­ars tölv­um, tækj­um og öðru fé­mætu stolið.

Í íbúðinni búa er­lend­ir verka­menn, sem hafa oft skamma veru á Íslandi og tjónið því til­finn­an­legt fyr­ir fólkið, eins og iðulega er með inn­brot og þjófnaði, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Rann­sókn­ar­lög­reglumaður fékk fljót­lega upp­lýs­ing­ar um að sam­starfsmaður íbúa hefði verið rek­inn úr starfi fyrr um dag­inn og hefði lík­lega bókað flug úr landi að kvöldi sama dags.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði sam­bandi við starfs­menn embætt­is lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um og óskaði eft­ir því að maður­inn yrði stoppaður á leið úr landi og skó­búnaður hans kannaður. Var það gert til þess að bera sam­an við fót­spor sem fund­ust á vett­vangi glæps­ins.

Reynd­ist hug­boð rann­sókn­ar­lög­reglu­manns­ins rétt og var maður­inn hand­tek­inn í Leifs­stöð þar sem hann var leið úr landi. Í ljós kom að skór hans passa við fót­spor­in sem fund­ust á vett­vangi. Allt þýfið úr inn­brot­inu fannst í far­angri manns­ins og er málið á loka­stig­um rann­sókn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert