Miðflokkurinn auglýsir eftir reynslusögum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hafa heyrt fjölmargar sögur …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hafa heyrt fjölmargar sögur fólks af viðureign sinni við kerfið sem segir farir sínar ekki sléttar. Nú auglýsir Miðflokkurinn eftir reynslusögum fólks sem hefur „lent í kerfinu“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðflokk­ur­inn aug­lýs­ir eft­ir reynslu­sög­um í Morg­un­blaðinu í dag, sög­um frá fólki sem hef­ur lent í „kerf­inu“. Flokk­ur­inn hyggst gera það að for­gangs­verk­efni að tak­ast á við „báknið“. 

„Hef­ur þú mætt óbil­girni af hálfu hins op­in­bera? Hef­ur þú upp­lifað óeðli­leg­ar hindr­an­ir stjórn­kerf­is­ins við stofn­un eða rekst­ur fyr­ir­tæk­is eða í dag­legu lífi?“ seg­ir meðal ann­ars í heilsíðuaug­lýs­ingu flokks­ins. 

Miðflokkurinn auglýsir eftir reynslusögum í Morgunblaðinu í dag.
Miðflokk­ur­inn aug­lýs­ir eft­ir reynslu­sög­um í Morg­un­blaðinu í dag. Skjá­skot/​Morg­un­blaðið

Segja far­ir sín­ar ekki slétt­ar

„Við þing­menn­irn­ir höf­um rekið okk­ur á það á fund­um í sum­ar og ekki síst í haust á ferðum okk­ar um landið að alls staðar er fólk með sög­ur af viður­eign sinni við kerfið og seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is. 

Mark­mið her­ferðar­inn­ar er að kort­leggja eðli vand­ans til að geta tek­ist á við hann með til­lög­um að lausn­um. Reynslu­sög­urn­ar verða nýtt­ar til að vinna stefnu, frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur til að ein­falda ýmis reglu­verk, að sögn Sig­mund­ar. „Við erum kannski ekki í aðstöðu til þess að fram­kvæma allt strax en við mun­um láta á það reyna og von­umst til þess að rík­is­stjórn­in verði jafn­vel sam­vinnuþýð hvað eitt­hvað af þessu varðar,“ seg­ir Sig­mund­ur. 

Sig­mund­ur seg­ir sög­urn­ar og aðstæður fólks­ins og fyr­ir­tækja ólík­ar. „Þetta eru sög­ur af því að kerfið er að þvæl­ast fyr­ir þeim með óeðli­leg­um hætti eða bara ein­stak­ling­ar í dag­legu lífi sem eru að lenda í erfiðleik­um með þetta. Eft­ir að hafa heyrt þetta marg­ar og ólík­ar sög­ur kom­umst við að þeirri niður­stöðu að það væri best að fá heild­ar­mynd yfir ástandið sem við get­um brugðist við.“ 

Öfug þróun síðustu ár

Sig­mund­ur seg­ir að í sinni ráðherratíð hafi hann reynt að „tak­ast á við báknið“ og vís­ar hann meðal ann­ars í plagg og hand­bók sem gef­in var út í for­sæt­is­ráðuneyt­inu í hans tíð árið 2014.  „Svo hef­ur mér þótt mjög lítið verða úr þessu og öfug þróun hafa haldið áfram. Að vísu fagnaði ég viðleitni ráðherra til að henda út óþörf­um reglu­gerðum, það var fín byrj­un,“ seg­ir Sig­mund­ur og vís­ar í áætlan­ir tveggja ráðuneyta um niður­fell­ingu yfir þúsund reglu­gerða og aðgerðir sem bein­ast að því að gera ís­lenskt reglu­verk aðgengi­legt og auðskilj­an­legt. 

„En það var eins og mér sýnd­ist fyrst og fremst dauðar reglu­gerðir sem höfðu enga þýðingu. Það mun þurfa meira til og það er kannski erfiðari hlut­inn, þegar þarf að breyta og laga regl­ur sem eru virk­ar og fara í kerf­is­breyt­ing­ar, það mæt­ir alltaf ákveðinni mót­stöðu. Þá er betra að vera bú­inn að gera sér grein fyr­ir hvernig vand­inn lít­ur út og hvernig best er að ráðast til at­lögu við hann,“ seg­ir Sig­mund­ur. 

Hann nefn­ir dæmi um smá­báta­sjó­mann sem hafði rekið sig á kerfið vegna lönd­un­ar­skýrslna þegar hann vildi fara að veiða mak­ríl í stað þorsks og lítið lyfja­fyr­ir­tæki sem átti á hættu að þurfa að loka vegna nýs frum­varps til lyfja­laga þar sem ekki var gert ráð fyr­ir starf­semi lít­illa fyr­ir­tækja. „Það er eins og kerfið öðlist sjálf­stætt líf og menn vita jafn­vel ekki af hverju hlut­irn­ir eru eins og þeir eru. Það er að mínu mati mik­il­væg­ur liður í þessu að það sé ljós­ara hvar ábyrgðin ligg­ur.“

Sig­mund­ur seg­ist allt eins eiga von á því að sög­urn­ar verði marg­ar. „Ég hafði hugsað mér að vekja at­hygli á þess­um mál­um en ég þurfti þess yf­ir­leitt ekki, hvort sem það var á opn­um fund­um eða í heim­sókn­um til fyr­ir­tækja, það voru svo marg­ir sem lá margt á hjarta um þetta.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert