Leggjast gegn þjóðarsjóði og umferðarsköttum

Þingmenn Miðflokksins hér saman komnir á þingflokksfundi í haust. Flokkurinn …
Þingmenn Miðflokksins hér saman komnir á þingflokksfundi í haust. Flokkurinn samþykkti stjórnmálaályktun á flokksráðsfundi sínum í Reykjanesbæ. mbl.is/Hari

Flokks­ráð Miðflokks­ins leggst gegn því að ís­lenska ríkið stofni þjóðarsjóð og tel­ur að frem­ur ætti að nota fjár­mun­ina sem í slík­an sjóð myndu safn­ast í innviðaupp­bygg­ingu eða skatta­lækk­an­ir á heim­ili og fyr­ir­tæki. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í tólf áherslu­atriðum sem flokk­ur­inn sendi frá sér eft­ir flokks­ráðsfund sem fram fór í Reykja­nes­bæ í dag.

Skatta­lækk­an­ir eru fyr­ir­ferðamikl­ar á þeim lista, sem er sett­ur upp sem hálf­gerður lof­orðalisti þar sem orðunum „við ætl­um“ eða „við höfn­um“ er skeytt fyr­ir fram­an flest áherslu­atriðin.

Flokks­ráðið seg­ist ætla að leggja áherslu á að lækka skatta og leggja áherslu á „ráðdeild og skil­virkni rík­is­rekstr­ar.“ Um­ferðarskött­um er með öllu hafnað.

Sveit­ar­fé­lög fái að ráða sér sjálf

Þá vill flokks­ráðið „virða sjálfs­ákvörðun­ar­rétt sveit­ar­fé­laga varðandi sam­ein­ing­ar“, leiðrétta kjör eldri borg­ara og annarra sem reiða sig á líf­eyr­is­greiðslur og af­nema skerðing­ar til þess­ara hópa „sem draga úr hvata til sjálfs­bjarg­ar“.

Þá vill flokks­ráðið einnig bregðast við bráðavanda Land­spít­al­ans, meðal ann­ars með end­ur­skoðun á stjórn­un, mönn­un og inn­kaup­um, auk þess sem flokk­ur­inn vill byggja upp heil­brigðisþjón­ustu á lands­byggðinni og reisa nýj­an Land­spít­ala á nýj­um stað.

Orku­stefnu ESB hafnað

Einnig er lögð áhersla á efl­ingu iðnnáms, heild­stæða byggðastefnu fyr­ir landið allt, og þá er orku­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins al­farið hafnað af flokks­ráðsfé­lög­um Miðflokks­ins.

Þeir segj­ast styðja „orku­stefnu sem trygg­ir nýt­ingu og arð til sam­fé­lags­legra verk­efna“ og vilja „áfram tak­marka framsal valds í stjórn­ar­skrá og stöðva orkupakka 4 leiði hann til frek­ara framsals full­veld­is eða framsals stjórn­un­ar auðlinda.“

Hér að neðan má lesa áhersl­ur flokks­ráðsfund­ar Miðflokks­ins í heild sinni, en í til­kynn­ingu frá flokkn­um kom fram að ít­ar­legri stjórn­mála­álykt­un flokks­ins verði birt eft­ir helgi.

Op­in­ber stjórn­sýsla og ein­föld­un reg­ul­verks.

Við ætl­um að lækka skatta, leggja áherslu á ráðdeild og skil­virkni rík­is­rekstr­ar, draga úr um­fangi íþyngj­andi reglu­verks og virða sjálfs­ákvörðun­ar­rétt sveit­ar­fé­laga varðandi sam­ein­ing­ar.

Mál­efni eldri borg­ara og líf­eyr­isþega

Við ætl­um m.a. að efna lof­orð stjórn­valda um að leiðrétta kjör eldri­borg­ara og annarra sem reiða sig á líf­eyr­is­greiðslur og af­nema skerðing­ar sem draga úr hvata til sjálfs­bjarg­ar og koma á sveigj­an­leg­um starfs­lok­um. 

Heil­brigðismál

Við ætl­um að bregðast við bráðavanda Land­spít­ala m.a. með end­ur­skoðun á stjórn­un, mönn­un og inn­kaup­um, byggja upp heil­brigðissþjón­ustu á lands­byggðinni og reisa nýj­an land­spít­ala á nýj­um stað.

Staða iðn- og verk­mennt­un­ar

Við ætl­um að efla iðn- og verk­mennt­un m.a.  í sam­vinnu við at­vinnu­lífið og tryggja að iðnám sé metið jafnt á við bók­nám.

Orku­stefna til framtíðar

Við höfn­um orku­stefnu ESB en styðjum orku­stefnu sem trygg­ir nýt­ingu og arð til sam­fé­lags­legra verk­efna, við vilj­um áfram tak­marka framsal valds í stjórn­ar­skrá og stöðva orkupakka 4 leiði hann til frek­ara framsals full­veld­is eða framsals stjórn­un­ar auðlinda.

Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla

Miðflokk­ur­inn vill sókn­aráætl­un fyr­ir ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu byggða á lang­tíma­stefnu um fæðuör­yggi, sam­fé­lags­legu mik­il­vægi og byggðaþróun.

Efl­ing ferðaþjón­ustu og at­vinnu­lífs

Við ætl­um að lækka trygg­inga­gjald og efna til sam­tals við sveit­ar­fé­lög­in um lækk­un skatta á at­vinnu­hús­næði ásamt því að vinna með at­vinnu­líf­inu að efl­ingu þess.

Um­hverf­is­mál

Við höfn­um skattagleði ríks­stjórn­ar­inn­ar og vilj­um raun­hæf­ar aðgerðir í um­hverf­is­mál­um í stað sýnd­araðgerða. Nýta þarf sorp, auka skóg­rækt og inn­lenda fram­leiðslu.

Sam­göng­ur og flug­um­ferð

Við höfn­um aukn­um um­ferðarskött­um, leggj­um áherslu á upp­bygg­ingu vara­flug­valla og bætta aðstöðu á Kefla­vík­ur­flug­velli

Þjóðarsjóður í skugga skatt­heimtu

Miðflokk­ur­inn leggst gegn stofn­un þjóðarsjóðs og vill nýta fjár­mun­ina í innviðaupp­bygg­ingu og/​eða lækk­un álaga á heim­ili og fyr­ir­tæki.

Bætt lög­gæsla og aðgerðir gegn fíkni­efna­vá

Við ætl­um að efla for­varn­ir og merðferðarúr­ræði  í sam­starfi við fagaðila, styrkja lög- og toll­gæslu  í bar­átt­unni við inn­flutn­ing ólög­legra fíkni­efna, lyfja oþh.

Heild­stæð byggðastefna

Við ætl­um að efla landið allt með heild­stæðir byggðastefnu þar sem önn­ur stefnu­mót­un t.d. orku­stefna, sókaráætl­un í mat­væla­fram­leiðslu og um­hverf­is­stefna vinn­ur sam­an.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert